Síðasta færsla í dagbókina áður en lagt er í ferðina miklu. Nú er næstum allt komið í töskur og lítið eftir að gera nema skella þeim aftur og setja út í bíl. Ferðin til að ná í óskabarnið okkar hefst um kl. 11:00 á morgun, daginn sem litla stelpan okkar á eins árs afmæli. Okkur hjónum finnst það mjög táknrænt að leggja á stað í þetta ferðalag á afmælisdegi hennar, það hlýtur að vita á gott. Við munum því halda upp á afmælið hennar í Köben annað kvöld þegar við lendum þar og kaupa smá pakka handa henni. En afmælisgjöfin bíður svo eftir að hún komi heim, það er búið að ákveða hvað hún fær í afmælisgjöf en bara eftir að kaupa það.
Spennan hjá okkur hjónum er gífurleg, eins og gefur að skilja höfum við aldrei verið eins spennt. En við erum samt ekkert þannig spennt að við séum eitthvað óróleg, erum að mér finnst eigilega frekar afslöppuð með þetta allt. Höfum fulla trú á að þetta eigi allt eftir að ganga vel hjá okkur og reyndar öllum hópnum. Við erum í hópi með fólki sem er allt alveg frábært og skemmtilegt og treystum því að ef eitthvað kemur upp á þá mun hópurinn leysa öll mál sameigilega.
Svona áður en ég kveð þá viljum við hjónin þakka ykkur sem hafið verið að senda okkur góðar kveðjur síðustu daga fyrir þær, alltaf gott að hafa svona kveðjur með í fararteskinu og vita að þið hugsið til okkar. Ég mun reyna að skrifa hér af og til, vill ekki lofa neinu en stefni á að skrifa annan hvorn dag. Það ferð reyndar eftir hvernig aðgangur á netinu er og hversu upplögð við verðum fyrir skriftir. Einnig munum við setja inn myndir úr ferðinn hér inn ef það gengur upp hjá okkur, vonum að við séum búin að gera það allt klárt til að virka. Myndirnar muna verða undir síðunni hjá Ellý Rún en ég mun skrifa hér inn allar dagbókarfærslur.
Hér á bæ segjum við núna bara; BLESS, BLESS við erum á leið til KÍNA
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home