Er ein heima í kotinu
Það láku nokkur tár niður kinnina áðan þegar ég gekk með tóma kerruna heim frá leikskólanum. Dóttirinn skil eftir í fyrsta sinn þar og mamma fer heim. Snúllan vildi reyndar ekkert vera mikið að kveðja mig. Fyrst fór ég að fá mér kaffi og kyssti hana bless og sagðist vera fara að fá mér kaffi sopa. All í lagi með það. Stuttu seinna sagði deildarstjórinn að við mættum bara fara heim og ná í börnin rétt fyrir hádegi. ÚFF. Ég fór að kveðja hana þar sem hún var að leika sér við eldamennsku. Hún mátti ekkert vera að því að kveðja mig, of mikið að gera og trúlega að sjóða upp úr öllum pottum hjá henni. Rétti mér kinnina og leyfði mér að kyssa á hana. Ekki laust við að maður yrði smá sár, átti ekki að vera svona spennuþrugin kveðjustund núna? Ég veit svo sem að þetta boðar bara gott eitt og hún er að skemmta sér vel og kann að leika sér. Hver verður ekki líka þreyttur á að leika við næstum fertuga konu í níu mánuði? Vonandi ekki pabbinn, uhmm.
Á út leið heyrði ég smá grát, var þetta mín, lagði við hlustir og nei ekki heyrðist mér það.
Núna sit ég bara heima í góða veðrinu og veit í raun ekkert hvað ég að mér að gera, ekki að ég hafi ekki nóg að gera, jú það vantar ekki. Kannski ég fari út að vökva, það veitir ekki af því, þar til ég má ná í litlu stelpuna mína aftur. Ég verð trúlega mætt alveg á hurðarhúnin á þeim tíma sem við megum ná í börnin. Svo framarlega sem ekki verður hringt áður og hún farin að sakna mín, nei ég held að svo verði ekki.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home