Barneignar frí brátt á enda
Þar koma að því að sælan tæki enda. Barnaeignarfríi mínu líkur eftir aðeins fjóra daga. Vinnan kallar og ég ætla að mæta í vinnu rúmri viku fyrr en til stóð í upphafi. Maður er alltaf í þessu hlutverki að bjarga einhverjum málum. Uppgjör bíður þess að það verði klárað og ég tók að mér að bjarga vinnufélaga sem er að fara í frí og ætlaði að vera búin með það áður. Ég svo góð hjörtuð. Ég ætlaði reyndar að nota þessar viku til að fara að lesa undir próf sem ég ætla í í lok okt. en fer bara í frí fyrr þá og reyndi að ná þessum blessuðum prófum til löggildingar í endurskoðun. Nú ef ég næ þeim ekki þá er ekki hundrað í hættunni, ég lifið það alveg örugglega af og kannski bara betur en ef ég næ þeim. Kannski er líka bara betra að koma sér í vinnu og fara að koma lífinu hér í sína föstu skorður fyrir veturinn. Vona bara að það verði farið að rigna á mánudaginn, svo ég þurfi ekki að sitja inni í sól og blíðu í stað þess að vera úti í garði.
Ég er búin að lofa mér því að hafa það í huga að vinnan eigi ekki forgang í lífi mínu næstu árin, dóttirin á að eiga forgang í lífinu hjá mér. Ég er nefnilega fullviss um það að þegar ég horfi til baka eftir nokkur ár þá eigi ég ekki eftir að sitja og syrgja það að ég hafi ekki gert einum eða tveimur ársreikningi meira í lífinu á kostnað þess að eiga tíma með barninu mínu. Mér finnst nefnilega svo sorglegt að þegar þeir sem lenda í erfiðleikum í lífinu eða uppgötva of seint að þau hefðu betur varið meira tíma með börnunum sínum eða jafnvel missa börnin sín frá sér segja okkur, að ef þau mundu mega breyta einhverju þá hefði það verið að eyða meiri tíma með barninu sínu á yngri árum þeirra, þá hlustum við ekki á þau. Eða í það minnst við lærum ekki af reynslu þeirra og erum svo viss um að ekkert komi fyrir hjá okkur í framtíðinni og að við eigum aldrei eftir að standa frami fyrir þessari eftirsjá. Ekki það að ég svo hrædd um að eitthvað komi upp á hjá mér, það er bara eitthvað sem ég veit ekkert um og vona svo sannarlega að verði ekki. Þó að ekkert komi upp á hjá mér þá vill samt ég geta horft sem gömul kona aftur til fortíðar og hugsað um allar þær góðu stundir sem ég átti með barninu mínu og vonandi börnunum mínum í framtíðinni. Það veit ég að eigin reynslu að börnin okkar eru ekki sjálfsögð í lífi okkar.
Jæja spurning um að koma sér í rúmið, ég þarf víst að gera allt það sem ég ætlaði að gera í næstu viku á næstu tveimur dögum, fara í klippingu, fótsnyrtingu og kaupa mér einhverja vinnuleppa. Taka til í bílskúrnum og skápum og skúffum fyrir veturinn. Geri trúlega lítið af þessu nú ferkar en í allt sumar, en það skiptir heldur engu máli. Ruslið hefur aldrei flúið mig sama hversu mikið ég hóta því að flytja af heiman.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home