Fyrsta vinnuvika liðin
Jæja þá er fyrsta vinnuvikan mín búin og ég lifði hana vel af og var bara ekkert svo þreytt eftir að hafa tekist á við hana. Held reyndar að það sé miklu rólegra líf að vinna en að vera heima og hlaupa eftir stelpu stýri. En hlaupin eru reyndar aðeins skemmtilegri. Ég þarf örugglega smá tíma til að aðlagst vinnunni og vinnufélögum aftur, fara að tala fullorðinsmál og fagmálið þar af auki. Ekki bara um Bangsimon, bleyjur, ný barnaorð og annað úr barnaheimi. Ég var smá hrædd um að mér mundi finnast ég vera að svíkast um þegar ég stæði upp kl. 3 of færi heim og vinnufélagarnir sætu áfram og ættu 2 tíma eða jafnvel miklu meira eftir að vinnutíma sínum. En mér til mikillar furðu gerðu þessi svika hugsun ekki vart við sig, fór bara glöð með mitt hlutskipti í lifinu heim. Það er jú víst skrítið að vera sú sem stendur fyrst upp alla daga, þar sem á barnlausatímanum var það oftast ég sem horfði á eftir hinum heim og sat manna lengst flesta daga. Ég er því trúlega löngu búin að vinna mér inn þetta að hætta snemma. Á nú samt eftir að sjá til hvort að verkefnin fari ekki að kalla á að ég vinni meira en mína dagvinnu alla daga. Er þau eru reyndar þegar farin að gera það, er að fara vinna núna hér heima, rétt á meðan litla daman sefur sinn fegrunarblund.
1 Comments:
Jæja. Til hamingju með að komast í gegnum fyrstu vikuna!
Og ekki gleyma alltaf að blogga þó þú sért að vinna heima og að heiman.
Skrifa ummæli
<< Home