Komin í "frí"
Já haldið ekki lúxusin á minni, bara komin í frí og verð heima allan næsta mánuð. Kostaði mig vinnu alla helgina til að komst í þetta frí en það hafðist. Nú get ég bara legið á mínu græna fram eftir degi og haft það gott, horft á sjónvarpið og lesið sögubækur og sofið. Ja, hérna því líkt líf.
Jæja, best að koma sér til raunveruleikans aftur, ekkert frí hér á bæ, verð að vísu heima næsta mánuðinn og jú,verð að lesa líka, en ekki sögubækur, heldur skattabækur og reikningskilafræði.
Nú er bara að koma sér á fætur með þeim feðginum kl. 7 og fara fram úr og hella sér upp á sterkt kaffi og setjast svo niður kl. 8:30 þegar þau hafa kysst mig bless og farin í leikskóla og vinnu. Þá hefst lesturinn og aftur lesturinn og þá þarf ég að virkja eitthvað af þessum heilafrumum í mér, sumar þurfa að reyna að muna ógrynni upplýsinga og hinar þurfa að pæla og stútera í hinum ýmsum úrlausnarefnum. Má sleppa við að greiða skatta af þessu eða ekki, má færa þetta og hitt svona eða svona í ársreikning. Vá, þetta hljómar nú ekki eins og þetta sé mikið vandamál, enda er það ekki vandamál að læra þetta, það er bara þessir sem semja prófin sem ná alltaf að klúðra þeim. Alveg búin að sjá það, var voða heppin að geta helt mér yfir þannig menn þegar ég fór fyrst í svona löggildingarpróf og var nokkuð viss um að ég væri fallin í þeim öllum fjórum sem ég fór í. Lét þá heyra það að þeir hefðu ekki verið í neinum takt með prófið við það sem ég var búin að lesa og kunni og prófið hreint út sagt alveg ómögulegt í alla staði. Núna ætla ég að þegja þar til ég veit hvort ég næ þeim eða ekki. Náði nefnilega þessu prófi sem ég skammaðist hvað mest út í, varð smá vandræðalegt svona þegar ég vissi það.
Það góða við að sitja við að lesa heim og þurfa ekki að fara til vinnu fyrir 8 á morgnanna er að nú fæ ég að vera aðeins lengur með snúllunni minni á morgnanna og fæ að horfa á eftir henni fara í leikskólan með pabba sínum, og það verð ég að segja var skemmtileg sjón í morgun. Skórnir hans pabba fundnir og svo sínir skór, úlpa og húfa. Mamma kysst og svo séð til þessa að mamma kyssti pabba líka, tosað í okkur og sagt "mamma- pabbi" og sýnt með látbragði að við ættum líka að kyssast bless. Svo fór þessi litla daman tallandi út svo glöð með lífið og tilveruna.
Þegar ég byrjaði að vinna aftur eftir barneignarfríið þá ætlaði ég að reyna að mæta kl. 7 í vinnu á morgnanna, það hefur ekki gengið eftir. Ekki vegna leti eingöngu, heldur vegna þess að ég get ekki í fyrsta lagi hugsað mér að fara út á morgnanna frá dóttir minni sofandi og í öðrulagi þá get ég ekki hugsað mér að missa af þessum morgun stundum okkar saman. Þar sem við liggjum í rúmin upp í hálftíma, eftir hvort við vöknum kl. 7 eða fyre, liggjum og tölum saman og hlæjum saman og lesum bækur og sjúgum snuddur saman. Þear við svo komum á fætur þá er líka svo gaman hjá okkur að það væri synd að missa af þessar morgun stund fyrir einn tíma í vinnu, þá er betra að vinna hann þegar hún er sofandi á kvöldin ekki satt?
En nú hefst lesturinn og nú þarf ég að velja hvort skatturinn eða reikningskilafræðin verða ofan á. Stóra spurningin sem ég þarf að byrja á að finna svar við, á undan öllum hinum svörunum sem mig vantar.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home