Misjafnt hafa konunar við
Ég fer stundum inn á Barnaland að skoða heimasíður barna sem ég þekki og reyndar þekki sum lítið og önnur ekkert. Þau eiga það bara sameiginlegt að vera sæt og mikil krútt og gaman að fygljast með þeim þroskast. Þegar ég fer þarna inn kemur einstaka sinnum fyrir að ég kíki á umræðuna sem þar er í gangi og því líkt og annað eins. Ég á bara ekki til orð, annað hvort leiðist sumum konum sem þarna eru alveg með eindæmum eða eru hreint út sagt ekki alveg með allar heilasellur í lagi. Reyndar kannast ég við svona umræður frá því að ég kíkti annað slagið inn á Femin.is þegar það byrjaði en þangað gafst ég fljótt upp á að kíkja og fer þar inn kannski 5 sinnum á ári og þá leiðist mér líka rosalega mikið en er fljót að koma mér út aftur. Það virðist vera þannig á báðum þessum síðum að konur geti bara engan vegin talast við í einhvern tíma nema byrja úthúða hverri annarri, ekki það að þær þekkist svona voðalega vel, því fæstar þeirra gera það held ég. Ó nei, ein skrifar eitthvað, biður t.d. um ráð varðandi eitthvað og áður en varir er stundum allt komið í háa loft, farnar að kalla hverja aðra svo illum nöfnum að ég gamla konan alveg svitna og jesúsa mig í bak og fyrir. Svo kemur alltaf hrina inn á milli þar sem einhver konan segist bara vera farin af þessari síðu og þá upphefst þvílíkur drami við að reyna að segja henni hversu æðisleg hún sé og hún megi bara ekki hætta, því líf hinna verði ekki við það sama ef hún fari frá þeim. Hef grun um að hún haldi áfram að skrifa bara undir öðru nikki. Hinar vondu eru oftast ekki lengi að sjá í gegnum það og eftir smá tíma byrjar ballið aftur.
Inn á milli koma friðelskandi konur og biðja hinar um að hætta þessu og fara að tala um eitthvað annað, það tekst stundum og allt verður gott og þær fara aftur að skiptast á uppskriftum og sögum um börnin sín. Svo allt í einu er einhver ekki vel fyrirkölluð þegar einhver biður umráð og þá PÚMMM, ballið byrjar aftur með fordæmingum og látum. Ég var ekkert voða hissa þegar ég sá svo könnun þar inni nú nýlega og sá aldursdreyfinguna á konunum sem þarna eru fastir gestir. Þær eiga flestar eftir að taka út mikinn þroska þessar stelpur. Það segir kannski eitthvað um hver aldursdreyfingin var þegar sú sem gerði hana fannst ástæða til að skipta aldrinum frá 20 - 35 niður í þó nokkra hópa en eftir það var bara 35 og eldri og þar voru fárar konur sem svöruðu. Ég á því trúlega ekkert að vera skoða þessar umræðu, kannski ekki fyrir svona "gamlar" konur eins og mig. Enda skil ég ekki mörg þau orð sem notuð eru þarna.
2 Comments:
Hélt þú vissir að allt þetta fólk sem er að tjá sig á netinu í staðinn fyrir að talast við er meira og minna snarruglað.
Sjáðu nú bara bloggarana. :p
Hæ, gamla bara svo mikið að gera við að bjarga annara málum að þú mátt ekki vera að því að blogga.
Annars var ég að átta mig á hvað þú ert að tala um í þessum pistli. Lenti nefnilega á netflakki og meðal annars á Barnaland og hinar og þessar síður. Væri kannski betra að taka matartímann í kaffistofunni en fyrir framan tölvuna.
Er að stilla mig um að skrifa langan pistil um fólk sem býr við erfiðar aðstæður og eykur á þær viljandi og vælir svo yfir hlutunum áfram en hrósar sér svo í annari setningu fyrir að geta hrúgað niður börnum sem lifa ömurlegu heimilislífi. Puff. Píslarvottar samtímans.
Og kvarta undan því að fólk hringi ekki í aðila sem halda úti síðu um hvað lífið sé erfitt og það geti aldrei átt stund fyrir sjálft sig. Smá útrás.
Þoli ekki sjálfsvorkun nema hjá sjálfri mér.
Sjáumst
Hafrún
Skrifa ummæli
<< Home