sunnudagur, janúar 09, 2005

Þá hefst ferlið aftur

Jæja það upplýsist hér með að við hjónin erum byrjuð á því að afla gagna fyrir næstu ættleiðingu. Spennan er aðeins að byrja að koma sér fyrir hjá okkur en trúlega eigum við aðeins meira að þolinmæði í þessu ættleiðingarferli en því síðasta. Enda með litla dásamlega dóttir okkur við hlið sem sér um að stytta okkur biðina til muna. Við erum heldur ekki lengur utangáttar í þjóðfélaginu sem fólkið sem á engin börn og passa hvergi í neitt munstur. Þegar fer að líða á ferlið og umsóknin farin til Kína þá byrjum við að undirbúa litla gullmolan undir það að hún eigi ekki eftir að eiga okkur alein það sem eftir er og að hún þurfi að læra að deila okkur með litlu systir (nú eða bróðir) þegar hún/hann kemur inn í líf okkar þriggja hér í Engjasmáranum. Trúlega á það aðeins eftir að taka á því Ellý Rún á hana mömmu sína með húð og hári og pabba "Gujónshen" líka.

Við stefnum á að skila af okkur gögnum til ÍÆ í þessari viku og vonum svo að allt eigi eftir að ganga eins og í sögu. Óneitnalega læðist að manni smá hræðsla um að ráðuneytið hið góða eigi eftir að velgja okkur undir ugga vegna "fötlunar" okkar en sjáum hvað setur og vonum það besta. Kílóin eru reyndar öll á sínum stað, þrátt fyrir hlaup eftir lítilli snót, þannig að við erum í raun jafn fötluð og síðast.

Svo er bara að sjá hvað ég verð dugleg að skrifa hér til að muna allt sem ég vill muna um þetta dásamlega ferli að ættleiða barn. Ekkert hefur gefið okkur eins mikið og þessi litla snúlla sem hér býr með okkur og kallar okkur "mömmu gillju og pabba dijón" og segirst "ekka ykk vo mikk"

1 Comments:

At 3:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jæja já og komin á stað í blogginu líka sé ég.
Gaman að þvi.
Sjáumst.
Ásdís

 

Skrifa ummæli

<< Home