miðvikudagur, mars 23, 2005

Ferlið mjakast áfram

Loksins gerðist eitthvað í þessu ættleiðingarferli okkar í dag. Sálin sem er með okkar mál hjá félagasdeild Kópavogs kom í heimsókn í dag og kíkti í skúffur og skápa, og hvort Ellý Rún væri sómasamlega alin upp. Held að henni hafi bara líkað nokkuð vel, lítið drasl í skúffunni sem hún kíkti ofan í og Ellý alveg ljómandi vel upp alinn. Þar höfum við það skjalfest að hún sé svo vel upp alin að okkur sé treystandi fyrir öðru barni, það eru ekki allir sem hafa það upp á skrifa að uppeldi þeirra sé til fyrirmyndar. Enda ekki skrýtið að við fengjum góða dóma. Ellý Rún vildi endilega syngja afmælissöngin og þar sem við vissum nú ekki til að neinn ætti afmæli í dag þá sungum við bara að Ellý ætti afmæli. Henni finnst hún líka alveg geta átt afmæli nokkrum sinnum á ári. Nema hvað að sálin segir okkur frá því að það vilji svo til að hún eigi afmæli í dag, þannig að hún fékk bara afmælissögnin sungin fyrir sig. Trúlega ekki oft sem hún fær svoleiðis móttökur í vinnunni sinni. Ellý náði líka að brosa sínu fríða og skemmtilega brosi og var þæg og góð allan tíman eins og alltaf, þannig að það er ekki skrýtið þó okkur sé treyst fyrir öðru barni eða hvað. Það finnst okkur allavega ekki.

Það er nú samt oft þannig að góðum fréttum fylgja líka smá leiðinlegar fréttir, ekkert slæmar, bara leiðinlegar. Það átti að vera fundur hjá barnavendarnefnd þann 31. mars en hann frestast um viku, þannig að það dregst eitthvað í að þetta fari í dómsmálaráðuneytið. En þegar það kemst loks þanngað bíðum við spennt eftir hvort þeir telji okkur eins hæf og sálin, sem nota bene sagðist nú ekki geta séð að þessi umsókn mundi þurfa að standa í ráðineytinu svo góð væri hún.
Einhver vegin treysti ég ekki alltaf dómgreind þeirra í þessu háa ráðuneyti, finnst þeir ekki sína að hún sé of mikil hjá þeim í ættleiðingarmálum en það er svo önnur saga. Kannski hún hoppi upp eftir smá páskaeggsát um helgina.

Annars er stefnan tekin á þægileg heit um helgina, verð í fríi að mestu, fer eftir hvort ég nenni að taka tölvuna mína upp út tösku og slá inn nokkur skattframtöl. Við Ellý skellum okkur í Gundarfjörð í 2 daga að sýna ömmu og afa ýmsilegt sem lítilli dömu þykir ástæða til að sýna þeim, eins og sokkana sína, snuddurar, dýrin sín og síðast en ekki síst bókina um Örkina hans Nóa. Á meðan ætlar pabbinn á heimlinu að skella sér í útlandið á tónleika með Stuðmönnum með vinnufélögum til að efla liðsheildina í fyrirtækinu. Annars merkilegt hvað íslendingum dettur í hug, elta Stuðmenn til London, á ekki að leyfa englendingum að komast líka á tónleikanna? Verður nokkuð pláss fyrir þá þegar íslendingar flykkjast út til að vera á þeim.

Jæja komin tími á að pakka niður sokkum, dýrum og Örkinn hans Nóa.

1 Comments:

At 10:47 f.h., Blogger Hafrún said...

Mér er misboðið, ég fæ aldrei afmælissönginn þegar ég kem í heimsókn bara Maístjörnuna.
Hvernig eru annars páskadagarnir ég var að velta því fyrir mér að taka saltfiskinn úr frystinum og ,,nenna" að elda hann. Er ekki langt síðan þið hafið fengið steiktan saltfisk?

 

Skrifa ummæli

<< Home