sunnudagur, júní 26, 2005

Sjónarhorn vígður

Þá er búið að fara í fyrstu ferðin með Sjónarhól í eftirdragi, farið var að Flúðum í EJS starfsmannaferð. Ekki er hægt að segja að starfsfólkið hafi verið mikið að flækjast þar, nokkrar hræður og flestir fóru heim aftur um kvöldið. Veðrið var ekki til að hrópa húrra yfir í gærkveldi en morguninn vakti okkur með sól og smá golu. Fínt veður og við náðum að taka tjaldið niður þurrt, sem okkur fannst nú ólíklegt að myndi gerast í gærkveldi meðan mest ringdi.
Í dag var svo haldið í Slakka þegar búið var að taka saman og við á heimleið. Þar var sól og bongó blíða þannig að við fórum þaðan ekki fyrr en klukkan var langt gengin í 6. Enda ekki amalegt að hitta þar skemmtilegt fólk, Holtsgötu fjölskylduna frá Hafnarfirði, Sigga, Helgu og Auði.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home