Umsóknin komin inn
Ekki er maður alveg að standa sig með upplýsingarflæðið hér. Skiptir kannski ekki svo miklu þar sem fáir lesa þetta trúlega og þeir sem lesa vita það líklegast líka. Það er helst í fréttum af ættleiðingarmálum að umsókninni var skilað inn á ÍÆ í þar síðustu viku og nú bíðum við bara eftir að hinir í hópnum skili inn líka og þær komist allar í stimplun hjá utanríkisráðuneytinu og svo hjá kínverska sendiráðinu. Allt þarf þetta að vera marg stimplað og fínt. Sýslumaður búin að setja sína stimpla á þetta allt.
Við vonumst bara eftir að umsóknirnar náist út til Kína ekki seinna en í júlí þó júní væri betri, því þá getum við átt von á góðri jólagjöf eða áramótagjöf. En hvenær sem upplýsingarnar koma um okkar næsta barn þá verða þær kærkomnar og tilhlökkunin verður trúlega orðin mikil.
Stór merkur atburður gerðist í dag hjá okkur fjölskyldunni. Við fjárfestum í tjaldvagni. Já, við hjónin sem höfum alltaf verið frekar á því að kaupa ekki svona erum búin að fá okkur einn. Það kemur til að því að konan á bænum sá ekki annað hægt en að eiga svona tjaldvagn eins og allir hinir og húsbóndin varð að láta undan þrýstingi frá henni. Honum var reyndar boðið að sofa í tjaldi við hliðina á okkur svona á meðan hann væri að kyngja yfirlýsingum sínum um fjárfestingu sem þessa. Við höfum okkur það til afsökunar að við höfum alltaf sagt að okkur finnst það vitleysa að kaupa rándýra tjaldvagna ef maður á ekki fyrir þeim. Við áttum fyrir þessum og hann var svo sem ekkert rándýr. Bara á rétta verðinu, góður fjagra ára tjaldvagn með nýju fortjaldi. Gerist ekki betir kaupin á eyrinni segi ég.
Það verður sem sagt hægt að fara í útilegur í sumar, verst að maður hefur varla tíma til þess, allt of mikið að gera. Hér stendur til að rífa allar innréttingar út úr húsi og setja nýjar, taka sem sagt eldhús og baðherbergi í geng og skipta um parket. Á meðan mest af þessu verður gert ætlum við að flýja land og fara í sumarhús til Danmerkur. Við erum hvort sem er ekki nýtanleg í svona framkvæmdir, til þess eru aðrir menn færari og þeir fá að nota sína hæfileika í þetta. Við förum í okkar fyrstu útilegu um helgina 24-26 júní en þá erum við líka bæði komin í langþráð sumarfrí. Síðan er það árlega útlega ÍÆ um helgina 8-10 júlí. Og svo reynum við kannski að fara í svona eina í viðbót ef verður og annað leyfa í ágúst. Maður verður jú að nota þessa fjárfestingu, ekki satt. (Eitthvað sem maðurinn minn er hræddur um að heyra næstu árin, segjum honum ekki frá þessu)
Jæja eins og vanlega þegar maður byrjar að skrifa getur maður ekki hætt, en nú er komin að skrapptíma hjá mér. Þar til næst, hafið það gott og njótið sumarssins.
2 Comments:
Hæhæ
Til hamingju með þennan stóra áfanga!!! Við fylgjumst spennt með, vonumst til að geta nýtt okkur reynslu ykkar þegar við sækjum um litla systur fyrir Kristrúnu Huang.
Já há. og hvað gerir til þó rigni ef maður á tjaldvagn með góðu fortjaldi ;).
Og svo held ég að þú veriðir að senda út póst og tilkynna okkur þá sjaldan að það fer eitthvað hérna inn.
Skrifa ummæli
<< Home