fimmtudagur, júní 30, 2005

Sumarfrí eða ekki sumarfrí

Það er óhætt að segja að búðarrápið hafi verið stundað grimmt af okkur hjónunum þessa vikunna, mætti halda að útsölurnar hafi verið að byrja. Ekki alveg svo gott að við séum í þannig búðar rápi. Erum búin að fara svo oft í Húsasmiðjun, Byko, Álfaborg og koma við í flestum þeim búðum sem selja parket, flísar, og annað sem þarf í eldhús og í baðherbergi. Eigum samt eftir að kaupa allt efnið sem við erum búin að koma okkur niður á að nota í þessar breytingar okkar.
Höfum komist að því að smekkur okkur er ennþá nokkuð eins, höfum ekki lenti í neinum ágreiningsmálum um að ég vilji svona og hann hinsegin, getum alltaf verið sammála um að það sem við viljum er það sama. Eftir helgi er útlit fyrir að seðlarnir fari að fjúka út af bankareikningum okkar og við nokkrum hundraðþúsund krónum fátækari í peningum en eigum vonandi þeim mun fallegri heimili. Enda ég orðin virklega leið á þessu svört flísum sem nú príða veggi og gólf á baðinu og grárri innréttingu í eldhúsinu, tala nú ekki um parket sem er allt rispað og illa farið. Held að þeir sem hafi séð um að setja þetta inn hér hafi verið virklega þunglyndir einstaklingar, er bara eiginlega alveg handviss um það. Eitthvað annað en þessi fjölskylda hér sem vill bara ljósar flísar og kirsuberja innréttingu. Ætli maður verði svo ekki að verða sér út um hreingerningar æði þegar allt er orðið svona fínt hér, á einhver svoleiðis á lager sem hingað ratar inn??? Endilega þá að deila því með mér.

Af ættleiðingarmálum okkar er það að frétta að áfram bætist í hópinn okkar komnar 8 umsóknir í hann og augljóst að þetta verður fjörugur hópur, með 12 börnum í allt á heimleið í fluginu. Umsóknirnar fara vonandi í stimplun hjá utanríkisráðineytinu í næstu viku og svo vonandi bara út líka í næstu eða ekki seinna en þeirri þar næstu. Þá getur maður farið að telja niður mánuði, vikur og daga þar til stóra stundin rennur upp. Við erum þegar farin að huga að nöfnum á litla dömu, gerum ráð fyrir stelpu eins og áður þar sem líkurinar eru 97% en allt getur gerst í þessum efnum og strákurinn gæti alveg eins komið líka, en við verðum ekki í vandræðum með nafn á hann, þurfum trúlega að hefja samningarumræður ef svo verður.

1 Comments:

At 5:43 e.h., Blogger Hafrún said...

Ég fékk heimskókn af launuðu hreingerningaræði um daginn. Endurtek það svo næst þegar mér ofbýður, ég get svo sem alveg deilt því með þér en það kostar :P

 

Skrifa ummæli

<< Home