miðvikudagur, júlí 05, 2006

Ótrúlegt en satt

Loksins, loksins, finnst mér eins og við fjölskyldan séum kannski farin að sjá fyrir endan á þessari bið okkar eftir nýjum fjölskyldumeðlimi. Við höldum ennþá í vonina um að það sé smá möguleiki á að við fáum upplýsingarnar um barnið okkar í ágúst lok. Hvort svo verður kemur betur í ljós seinnipartinn í júlí. Þetta er alltaf búið að vera einhvern vegin í svo mikilli fjarlægð, ekkert að gerast og maður bara bíður, en núna erum við allt í einu farin að tala um að þetta geti verið að bresta á. Vá, getur það virklega verið, einhvern ekki alveg að trúa því. Þegar maður er búin að vera vona að það sé að koma að þessu í marga mánuði (sem er svo ekkert svo margir þegar maður fer að telja) þá finnst manni að það geti bara ekki verði að þetta sé að bresta á. Sjáum hvað setur.

Það verður því spennandi að fyljgast með netinu og þeim upplýsingum sem þar er að finna um getgátur fólks hvað verða vill í ættleiðingarmálum frá Kína.

Það verður svo sem ekki hætta á að okkur eigi eftir að leiðast fram í ágúst og tímin verði lengi að líða, nóg að gera þar til. Útilega um næstu helgi, svo skella sér ídanaveldið og heimsækja bróðir minn sem flúði land með sína fjölskyldu. Þegar heim er komið eru nokkrir dagar í afslöppun heima, kannski mála húsið ef rigningin leyfir okkur og síðan Góð stund í Grundarfirði. Fjör og aftur fjör framundan

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home