miðvikudagur, júlí 19, 2006

Hafi maður heitt...

Hafi maður heitt vill maður kalt,
hafi maður kalt vill maður heitt,
hafi maður allt, þá vill maður bara alls ekki neitt.

Það er erfitt að gera manni til hæfis, maður er búin að grenja yfir kulda og leiðinda veðri heima á skerinu og svo þegar maður kemur hér í hitan þá er maður að kafna úr hita. Segi ekki að ég hafi grenjað vegna hitanst í gær og í dag, en mikið hefði samt verið gott að fá smá golu að heiman. Svona rétt til að kæla sig aðeins niður, enda sýndi hitin víst um 30 ° á mælir hér í dag.

Erum búin að gera hitt og þetta, fara til Þýskalands á næturgistingar, í Legoland, á ströndina, til Árhúsar og fl. Dagurinn í dag var svo leti dagur, ef hægt er segja svo, vekjaraklukkan þessi lífræna sá samt um að vekja okkur svona full snemma eða fyrir kl. 5 í morgun. Tilkynnti að úti væri tungl og komin dagur. Sá það út um þakgluggan hér og vildi á fætur. Ég skreið því niður með henni niður til að horfa á sjónvarpið fyrir kl. 6 þegar út séð var að hún væri að fara sofa aftur, ekki hægt að snúsa hana með nokkru móti. Dormaði yfir barnaefni með henni en vaknaði svo heldur betur upp kl. 7 við mikil læti á glugganum. Voru þá ekki mætir iðnaðarmenn að skafa glugga til að undirbúa þá undir málingu, þar sem ég lá þarna eins og klessa á bol einum fata í sofanum, voða þægilegt. Á glugganum hömuðst svo tveir menn í um 2 tíma, svei mér þá ef þetta voru ekki íslenski iðnaðarmenn. Hafi bara ekki orku í að standa upp og spjalla við þá, setti bara kodda yfir fætur mér til að reyna hilja nekt mína :-)

Í dag var svo bara dormað í hitanum, lítið gert af viti eins og á að vera í fríi. Kíktum til Rúnars bróðis og rændum öðrum syni hans eins og nokkrum sinnum áður. Hér er svo um lítið annað að ræða en að sitja heima flest kvöld þar sem lítil stelpa sefur og ekkert hægt að fara út, bara þægilegt, skrifa bloggfærslur, spila og lesa þess á milli.

Við erum búin að lengja dvöl okkar hér í Danaveldi, ætluðum upphaflega heim á föstudag en lengdum fram á miðvikudag í næstu viku, eigum við viku eftir hér. Ótrúlegt en satt, þá spáði sama dag rigningu á föstudag og laugardag hér en sól og góðu heima :-( en hvað það er gott fyrir gróðurinn hér að fá rigningu og íslendinga heima að fá sólina.
Það verður því rétt tími til að endurpakka þegar við komum heim til að fara vestur í Grundarfjörð á Góða stundu þar. Svo er bara um vikufrí eftir eða svo og þá hefst vinnan aftur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home