Fíllinn og við...
...eigum það sameiginlegt að ganga lengi með börnin okkar. Í dag 17. ágúst er komið ár síðan CCAA, ættleiðingarsamtökin í Kína skráðu umsókn okkar inn í kerfið hjá sér. Ekki datt mér í hug þá að ég ætti eftir að þurfa bíða svona lengi þann daginn. Ó, nei þá bjóst ég við að vera komin út í maí í allra síðasta lagi.
Þessi bið hefur oft verið kölluð rússíbanaferð í tilfinningalífi okkar sem ættleiðum, þar sem við bíðum spennt eftir næstu kröppu beyju og hæð, hvað gerist þegar þær eru að baki. Í dag var okkur þeytt upp á eina af stærstu brekkunum sem er með hvað kröppustu beygjunni.
Á netinu ganga þær kjaftasögur að við gætum fengið upplýsingar í þessum mánuði, já í ágúst og það á þessu ári. Okkur finnst það reyndar alveg ótrúlegt miðað við ganga mála síðustu vikur og mánuði, en þegar svona heyrist getur maður ekki annað en setið sem fastast í rússíbananum og beðið eftir að rúlla niður brekkuna eða stoppa þar í gleði með upplýsingar í hendinni. Ég er frekar á því að okkur verði þeytt niður brekkuna og í beygjuna á fullum krafti, þegar vonir okkar eru komnar svo hátt næstu daga um að kannski, gæti þetta mögulega, kannski, gerst. Það versta við þetta allt er að maður rembist eins og rjúpa við staur að trúa ekki svona orðrómum, þannig að maður verði ekki fyrr vonbrigðum einu sinni enn, en þegar upplýsingar mánaðarins koma þá hafi vonir manns samt náð að hreiðra um sig í huga manns, náð að skjóta niður vonarsprotum, sem síðan eru rifnir harkalega upp með rótum.
Voða hljómar þetta eitthvað mæðulega hjá mér, eins og ég sé alveg að verða búin að fá nóg af þessari bið, sem er reyndar alveg satt. En í þessum tveimur löngu meðgöngum mínum hefur mér samt lærst að anda djúft áður en ég fer alla leið upp í efstu brekkurnar og áður en rússíbaninn fer á fullaferð niður aftur. Ég held mig við þá trúa mína að það sé möguleiki á upplýsignum í september en október sé líklegri til frétta. Svo er bara að bíða áfram, það er nú einu sinni eitt af því sem maður er virklega góður í.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home