Ég er orðin hlutastarfsmaður
Ótrúlegt en satt, þá er ég ekki lengur að vinna fulla vinnudag. Þetta hefur nú bara ekki gerst held ég á allri minni lífsævi ef frá eru talin árin í sveitinni. Bað um að fá að vinna 75% vinnu og það var ekki vandamálið, var eiginlega búin að búa mig undir að það yrði aðeins mótbárur hjá yfirmönnum en þeir tóku báðir mjög vel í þetta. Ég þarf auðvitað að klára mín verkefni fyrir setta tíma og það getur jú kallað á smá vinnu fram yfir 75% á köflum en það kemur bara í ljós.
Núna ætlum við snúllurnar á heimilinu að eiga góðan tíma saman þar til fjölgunin verður. Ætlum að fara í göngutúra og leika okkur saman frá kl. 3.
Svo er líka komin tími til að fara undirbúa sig líkamlega undir ferðina miklu á næsta ári til Kína þannig að maður verður trúlega að harka að sér og fá sér kort líkamsræktina. Þýðir víst ekkert að vera ekki í betra formi þegar að henni kemur. Nú eru trúlega bara 5 mánuðir í upplýsingar eða svona rúmlega það. Tímin hreint út sagt flýgur áfram og ég orðin hrædd við að blikka of ört augunum því þá gæti tímin liði of hratt á meðan.
Bóndin er að fara til hennar Ameríku eftir rúma viku og ég búin að sitja sveitt við síðust kvöld að safna saman myndum til að láta hann framkalla úti og taka með sér heim. Niðurstaðan úr því var að ég er myndaóð, og þá er vægt til orða tekið. Hann fer með um 2500 myndir á diskum til að framkalla fyrir okkur og það nær aðeins yfir Kínaferðina og nokkra mánuði eftir heimkomu.
Mér til afsökunar hef ég það að myndefnið mitt er alveg einstakt og ekki hægt annað en að eiga margar myndir af því. Spurning hvernig gengur að koma þessu í albúm og skrappa úr einhverju af þessu.
Verður gaman í kvöld, þá ætlum við nokkur úr hópnum mínum, það er gamla hópnum nr. 4-5 að hittast og borða kínamat saman heima hjá okkur. Alltaf gaman að hitta þau. Veitir líka ekki af að fara að rifja upp prjónatökin aftur áður en við förum aftur út.
Það var víst verið að skjóta á mig hér í commentum að ég eldaði ekki humar handa sumum, ég verð trúleg að bjóða sjúkraliða sem er að verða kennari og bókaranum í humarveislu þegar ég er orðin grasekkja ef ég verð búin að fá eldavélina mína aftur úr grjótinu eða með grjótinu á innréttinguna.