föstudagur, febrúar 21, 2003

Góða kvöldið,

Það er nú óhætt að segja að það var ekki miklu afkastað í vinnu í dag, maður var bara í því að svar fyrir hvernig gekk í prófunum og var æðislega gaman hvað allir voru ánægðir fyrir mína hönd með árangur minn í prófunum. Það kom í ljós að það var því miður ekki eins góður árangur hjá öllum öðrum og af 15 niðurstöðum úr prófum sem ég heyrði af á mínum vinnustað var aðeins 5 próf staðin, það er samt vonandi að 2-3 bætast við með staðið. Ég átti því 2 af þessum 5 og er virkilega hreykin af mér, því ef satt á að segja þá var nú hugurinn æði oft víðsfjarri og leitaði til ættleiðingarmál þegar ég sat við lestur í þessa 2 mánuði. Það besta við þessi próf og lesturinn er að tíminn leið hratt þessa rúma 2 mánuði og ég þurfti virkilega á því að halda á þessum tíma. Það er nefnilega þannig að þegar maður er komin á stað í ættleiðingarferlinu þá á það hug manns allan, trúlega rétt eins og meðganga hjá ófrískri konu. Spörkin koma bara beint í hjartarstað hjá okkur sem ættleiðum en þau eru ljúf og þó, sum þeirra geti verið sár þegar biðin er alveg að fara með mann þá getur maður fundið stingi en svo tekur tilhlökkunin og gleðin aftur völdin að ógleymdri óþolinmæðinni.

Það er alltaf gleðiefni þegar maður sé að fólk er að láta vita að það hefur fengið upplýsingar um börn (svokallað Referral) á Yahoo gropu um börn frá Kína. Þá sér maður að það er eitthvað að gerast hjá CCAA og núna eru þeir að senda út upplýsingar til ættleiðingarfélaga í USA eftir að þeir komu úr nokkra daga áramóta fríinu sínu. Fólk sem sendi inn umsóknir sínar í desember 2001 er núna að fá upplýsingar þannig að það er nú nokkrir mánuðir í mína ennþá. En þolinmæðin þrautir vinnur allar (vona að orðatiltækið sé rétt svona, ég er svo mikil Bibba á Brávallargötunni í þeim)

Jæja besta að hætta núna enda farin að skrifa 2 daga í röð

Gilla

fimmtudagur, febrúar 20, 2003

Hæ, hæ,

Nú verð ég að fá að monta mig aðeins hér, var loksins að fá niðurstöður í prófunum sem ég fór í til löggildingar í endurskoðun. Ég fór í 4 próf og haldið að ég hafi ekki bara náð tveimur af þeim, ég er bara varla að trúa því sjálf. Ég meiri segja náði prófinu þar sem var 80% fall og má nú heldur betur vera ánægð með það. Til að ná prófunum þurfti ég að ná 7,5 þannig að það er ekki gefið að ná þessu sem sést kannski best á hversu margir féllu. Í hinu faginu sem ég náði var um 30-40% fall að mér skilst. Var næstum búin að ná skattaprófinu þrátt fyrir hafa lítið lesið fyrir það og verið ákveðin að hætta við að fara í það fram á síðustu daga. Sem sagt eintóm haminga hér á bæ. Það stefni því allt í að ég reyni að klára þessi próf næstu ár, tek mér samt frí á þessu ári, enda skemmtilegri hlutir á dagskrá. Hver veit nema ég verði löggiltur endurskoðandi þegar ég verð stór eins og ég hafi alltaf stefnt að.

Jæja best að monta sig ekki meir í bili.
Gilla

þriðjudagur, febrúar 18, 2003

Þetta er nú orðin mánaðarbók en ekki dagbók. Hef reyndar smá afsökun, komst ekki hér inn í nokkra daga. Því lík afköst í skriftum hér, ekki það að það sé svo mikið að gerast í ættleiðingarmálum. það er bar bið og aftur bið í gangi á þessum bæ. Reyndar koma góðar fréttir af og til og sú besta sem ég hef fengið er sú að það gæti verið að við færum út í ágúst. Það er aðeins fyrr en mínar björtustu vonir voru en ég hef leyft mér að vona að við förum út í sept. Ætla að halda mér við það ennþá þanngað til ég fæ nánari upplýsingar um þetta. Bútasaumurinn gengur bara nokkuð vel miðað við þann frítíma sem maður hefur frá vinnu, teppið langt komið, lítið lita glatt teppi sem ég á eftir að setja bak á. Annars er tilhlökkunin að ná yfirhöndinni núna og spennan alltaf að magnast. Ég er komin í svona hreiður hugleiðingar, vill fara að vinna að því að gera heimilið barnavænt smátt og smátt enda af nógu að taka hér innan dyra. Enda ekki verið gert ráð fyrir litlum höndum að fálma um. Það er því ansi hætt að heimilið taki stakkaskiptum næstu mánuðina.

Jæja læt þetta duga í bili