Góða kvöldið,
Það er nú óhætt að segja að það var ekki miklu afkastað í vinnu í dag, maður var bara í því að svar fyrir hvernig gekk í prófunum og var æðislega gaman hvað allir voru ánægðir fyrir mína hönd með árangur minn í prófunum. Það kom í ljós að það var því miður ekki eins góður árangur hjá öllum öðrum og af 15 niðurstöðum úr prófum sem ég heyrði af á mínum vinnustað var aðeins 5 próf staðin, það er samt vonandi að 2-3 bætast við með staðið. Ég átti því 2 af þessum 5 og er virkilega hreykin af mér, því ef satt á að segja þá var nú hugurinn æði oft víðsfjarri og leitaði til ættleiðingarmál þegar ég sat við lestur í þessa 2 mánuði. Það besta við þessi próf og lesturinn er að tíminn leið hratt þessa rúma 2 mánuði og ég þurfti virkilega á því að halda á þessum tíma. Það er nefnilega þannig að þegar maður er komin á stað í ættleiðingarferlinu þá á það hug manns allan, trúlega rétt eins og meðganga hjá ófrískri konu. Spörkin koma bara beint í hjartarstað hjá okkur sem ættleiðum en þau eru ljúf og þó, sum þeirra geti verið sár þegar biðin er alveg að fara með mann þá getur maður fundið stingi en svo tekur tilhlökkunin og gleðin aftur völdin að ógleymdri óþolinmæðinni.
Það er alltaf gleðiefni þegar maður sé að fólk er að láta vita að það hefur fengið upplýsingar um börn (svokallað Referral) á Yahoo gropu um börn frá Kína. Þá sér maður að það er eitthvað að gerast hjá CCAA og núna eru þeir að senda út upplýsingar til ættleiðingarfélaga í USA eftir að þeir komu úr nokkra daga áramóta fríinu sínu. Fólk sem sendi inn umsóknir sínar í desember 2001 er núna að fá upplýsingar þannig að það er nú nokkrir mánuðir í mína ennþá. En þolinmæðin þrautir vinnur allar (vona að orðatiltækið sé rétt svona, ég er svo mikil Bibba á Brávallargötunni í þeim)
Jæja besta að hætta núna enda farin að skrifa 2 daga í röð
Gilla