sunnudagur, apríl 06, 2003

Sælt veri fólkið, víst komin tími til skrifta, búin að fá nokkrar ábendingar um að það megi fara að heyrast eitthvað í mér. Það hefru svo sem ekkert markvert gerst í biðinni löngu sem sýnir fram á það að hún eigi eftir að styttast meira en ég hef gert ráð fyrir. Bjartsýnin er komin langleiðina til kína ætlar hún að vera búin að ná í snúlluna sína í júlí. Skynsemin, þessi sem reynir hvað hún getur þessa daga að yfirtaka hugan segir hins vegar að hún fari ekki út fyrr í sept. þannig að alla daga er bjartsýnin og skynsemin að takast á um hvor hefur rétt fyrir sér. Bjartsýnin fær nú oftast að ráða ferð þessa daganna, þar sem ég hef komist að því að mér líður miklu betur með hana í farteskinu en skynsemina, tala nú ekki um ef svartsýnin nær að komast að líka. Bjartsýnin er miklu léttari birgði að setja í bakpokan á morgnanna en svartsýnin, en skynsemin fær nú oftast að vera með part úr degi þar sem annars væri ég búin að panta far út til Kína, hvað sem öllu SARS líður.

Og talandi um SARS, ég hef orðið var við að fólk er eitthvað að of túlka það sem sagt hefur verið um þetta í fréttum síðust daga. Það hefur verið sagt oftar en einu sinni við mig að það sé bara búið að loka á allar ættleiðngar í Kína í bili, það er ekki satt. Margir hópar í USA og trúlega sá hópur sem er kannski nýbúin að fá upplýsingar um börn hér á landi, koma trúlega til með að fresta för ef það verða engar breytingar næstu vikur. Þessi pest er aðallega í suður Kína og ekki það er ekki víst að íslenski hópurinn fari þanngað til að ná í sín börn. Kína er alveg rosalega stórt land, næstu eins stórt og Evrópa öll held ég og þar búa milljarðir manna og það að það skuli deyja innan við 100 manns þar úr þessu er svo sem ekki neitt stór mál. Í USA deyja yfir hundrað manns úr venjulegum flensum á hverju ári. Eftir því sem ég hef lesi mér til um á netinum þá læknast um 98% af þeim sem fá þessa flensu sjálfkrafa en 2-3% deyja úr henni. Ég hef ekki heyrt það sagt í fréttum að þetta margir læknist, bara talað um hversu margir eru dánir. Það sem er verst er að það er ekki til neytt bólusetningarefni við þessu og til að hefta útbreyðslu hennar, ekki það að allir sem fá hana muni deyja. En eitt er víst að mín stærsta ósk er að það verði hægt að hefta þennan óþverra þannig að þeir foreldrar sem bíða víða í heiminum eftir að fara að ná í börnin sín geti andað léttar og farið að ná í þau sem fyrst. Ekki vildi ég þurfa að takast á við það að taka þessa ákvörðun, því hún er örugglega ekki sú auðveldasta, svo lengi er maður búin að bíða eftir að þess stund komi í lífi manns.

Það hafa svo sem engar staðfestar fréttir um það borist en mjög líklega eru núna 5 börn í Kína búin að eignast foreldra hér á landi. Mikið rosalega samgleðst ég þeim börnum og foreldrunum, og öfunda foreldrana líka alveg rosalega að vera komin með upplýsingar um börnin. En okkar dagur mun koma og við hjónin eigum vonandi eftir að upplifa þennan stóra dag eftir nokkra mánuði. En skuggin af SARS fellur trúlega aðeins á þessa ánægju stund þeirra þar sem þau geta ekki vitað hvernig framvindan í þeim málum verður. Vonum það besta fyrir þeirra hönd og barnanna þeirra í Kína.

ÉG tók stórt skref í undirbúningi á föstudaginn að mér fannst. Eftir að vera búin að vera í saumaklúbb með nokkrum konum sem eru að ættleiða og sumar búnar að ættleiða, og við búnar að ræða þetta mál með að "mega" kaupa föt á barnið okkar tilvonandi. Við erum nefnilegar margar frekar hikandi við að byrja að kaupa, þó ekki sé nema þetta helsta eins og sængurföt, smekki, samfellur, glas og disk og svona hluti sem tengjast ekki stærð barnsins svo mikið. Við komust að þeirri niðurstöðu að okkur væri alveg óhætt að byrja að kaupa einn og einn hlut svona til þess að þurfa ekki að gera þetta allt á þessum vikum eftir að við fengum upplýsingar, það verður nóg annað að gera þá. Ég fór því á föstudaginn eftir vinnu og keypti fyrstu flíkurnar, náttföt og samfellur. Núna hanga náttfötin í svefnherberginu og ég horfi á þau með bros á vör og sé fyrir mér litla kínverska snúllu í þeim. Þegar maður er svo einu sinni byrjaður þá er líklegt að maður eigi auðveldari með að halda áfram þannig að nú er eins gott að fara að taka til í skúffunum og gera pláss fyrir barnaföt. Það sem heftir okkur helst er að við vitum í raun ekki hvort við séum búin að fá samþykki hjá CCAA til að ættleiða, það gæti verið að við værum þeim ekki þóknanleg en það er kannski ekki mjög líklegt að þeir hafni umsókn okkar. Þessi litli möguleiki á höfnun er þó til staðar og við hann erum við öll sem stöndum í þessu rosalega hrædd af og til. Reyndar var ein sem þekkir vel til í Kína og hefur verið þar við nám sagt mér að við hjónin þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur. Við erum bæði með háskólapróf og Friðjón þar ofan á kennari í Háskóla, það eitt sé nóg til að kínverjar muni samþykkja okkur. Þeir telja menntun það mikilvæga að þeir muni aldrei hafa háskólamenntuðu fólki til að ættleiða.

Jæja hætt í bili, enda komið yfir drifið nóg að skrifum í dag. Langar bara að minna ykkur að gestabókina mína. Hún hefur verið frekar einmanna greyið síðustu vikur, þrátt fyrir að hér koma oft upp í 50 manns suma daga.