Veikindin á þessu heimili
Þetta fer nú að hætta að vera fyndið þetta með veikindin hér á þessum bæ. Við hjónakornin erum búin að leggjast í pestir meira en góðu hófi gegnir síðustu mánuðina. ein pestin rekur aðra. Friðjón lá með magakveisu í síðustu viku í 3 daga ég er búin að liggja heima núna á þriðja dag með hita og kvef. Ellý hefur líka fengið að vera heima í 2-3 daga vegna pestagangs í þessum mánuði. Þetta byrjaði allt um miðjan nóv. eða þegar ég skreyð yfir fjörtíu árin, síðan þá hafa pestir verið að koma og fara héðan á heimili eins og þær eigi hér fasta aðsetur í það minnst telja sig geta gengið að föstu svefnpokaplássi hjá okkur. Friðjón hefur lent eina verst í þessu og fengið hverja pestina á eftir annari hlýtur að fara verða ónæmur fyrir þeim flestum. Við vorum svo sem búin að heyra að við gætum átt vona á einhverju svona fyrstu 2 mánuðina eftir að Ellý byrjaði á leikskóla en þetta er byrjaði frekar seint og núna eru komnir 2 mánuðir af veikindum og þá hlýtur þessu að fara að linna. Friðjóni féllust reyndar alveg hendur þegar hann var að segja einn kunningjakonu okkar frá þessu og segir að þetta sé þetta með leikskólan og fari nú örugglega að ljúka, sú var nú ekkert viss um það, hafði sjálf verið svona í eitt og hálft ár. Úffff, við getum ekki staðið í því, þurfum að komast út til Kína eftir um eitt ár eða svo.
Ég held að sé stígi upp úr þessum veikindum á morgun, hélt reyndar í gær að ég færi í vinnu í dag, var þá komin með bullandi hita aftur. En mér líður of vel núna til að vera heima á morgun. Sit hér og reyni að vinna til að friða samvisku mína. Maður getur aldrei verið veikur án þess að samviska manns fari alveg úr skorðum og segir manni að maður eigi að vera að gera hitt og þetta. Hugsaði einmitt með mér þegar ég sá fram á að vera heima veik á mánudeginnum að ég mundi þá reyna að nota daginn til að gera eitthvað að viti hér heima. Jú ég svaf fram á hádegi, hékk í tölvunni og gerði ekkert að viti eftir hádegi, enda ekki til mikils fær. Enda ef maður væri svo brattur að geta gert allt sem hefur setið að hakanum hér heima, meðan maður er veikur þá ætti maður kannski bara að koma sér í vinnu.
Af ættleiðingarmálum er það að frétt að umsóknin er komin til dómsmálaráðneytisins og nú bíðum við bara eftir bréfi um að þeir hafi sent hana til félagsmálayfirvalda hér í bæ. Þá tekur við að uppfæra skýrsluna okkar og hitta félagsráðgjafa. Gaman, gaman.
Mér er nú oft hugsað til þess þegar ég horfi á hana dóttir mína skottast hér um húsið glaðværð og kát, að það væri nú ekki mikið mál að eiga nokkur svona glaðværð og skemmtileg börn. Varla hægt að segja að hún skipti skapi nema þegar hún er orðin afskaplega þreytt og svöng. En þau skipti eru frekar fá en nauðsynleg til að sjá að barnið hafi líka smá skap. Við erum búin að margir eiginleikar hennar eru ekki í genunum, því stríðni hennar er alveg örugglega áunninn og hefur hún trúlega náð að tileinka sér eitthvað af henni þessi fáu skipti sem hún hefur hitt afa sinn og frændan hann Skappa. Þeir hljóta að hafa hvíslað einhverju um stríðini í eyru hennar. "Gaman stría mömmu" heyrist oft á þessum bæ en sömu setningu heyrði ég líka oft þegar ég var krakki og unglingur og reyndar ennþá frá þessum tveimur herramönnum.
Jæja farin að vinna smá til að friða mína illahöldnu samvisku.