Gaman, gaman. Við hjónin erum á leið til London á morgun, Friðjón til að fara á fundi og ég til að liggja í leti á meðan og kíkja í búðir. Hann verður tvo daga í fundahöldum en svo eigum við tvö daga saman og komum því heim á föstudagskvöldið. Þetta verður kærkomið frí fyrir okkur, aðeins að vinda ofan okkur vetrar þreytuna og komast í annað umhverfi. Það á að fara aðeins í barnabúðir og versla smá, mest verður trúlega keypt af barnadóti öðru en fötum, því eftir að fréttir bárust að því að það hefði komið upplýsingar um strák í síðasta hóp núna í mars, veit maður ekki alveg hvort maður getur verið viss um að fá stelpu. Það eru þó miklu meiri líkur á því að svo verði þannig að ef við fáum strák er eins gott að einhver mér nákomin eignist stelpu fljótlega til að nota stelpudótið. Vona bara að við missum okkur ekki alveg og dettum í algjört innkaupar æði og fyllum allt að fötum og öðru dóti.
London kveðjur
Gilla