Jæja, nú var tæknin eitthvað að stríða mér. Ég er búin að vera að reyna að komast inn í dagbókina til að skrifa síðustu daga en ekkert gengið. Bara komst ekki inn, með engu móti. Svo kallaði ég á minn heit elskaða eiginmann og nema hvað hann sest niður og hókus pókus komst inn. Það er stundum eins og hann hafi einhvern töframátt yfir þessum tölvum hér á heimilinu. Stundum kalla ég í hann og læt hann standa við hliðina á mér, þegar eitthvað er að þá virkar allt. Ótrúlegt alveg, gerir það stundum að verkum að manni finnst maður vera alger auli í tölvumálum. Ég sem hef kennt honum allt sem hann kann á tölvur!!!
En nú er sko tilefni til að skrifa, dagbókin komin í lag og það sem meira er góðar fréttir frá Kína. WHO hefur aflétt ferðaráðleggingum sínum um að ferðamenn skuli ekki ferðast til Beijing. Nú fara sko hlutirnir að gerast hjá þeim sem bíða eftir ferðaleyfi og upplýsingum um börn hér heima og annarstaðar í heiminum. Það besta við þetta er auðvitað að nú loksins fær hópur 2 hér heima að fara til Kína að ná í börnin sín sem þau eru búin að bíða eftir í hátt í 3 mánuði. Úff það er örugglega ekki auðvelt að vera komin með mynd af barninu sem maður er búin að þrá í svo langan tíma og hlakka svo til að fá og geta svo ekki farið út að ná í það. Vona bara að þau geti farið sem allra fyrst út, veit að þau eru öll orðin alveg rosalega óþolinmóð eftir að komast út. Það er eins og að stór steinn hafi verið tekin af mér, því líkur var léttirinn þegar ég sá þessa frétt í morgun. Það verður að viðurkennast að þetta ástand var orðið virkilega þrúgandi. Það að vita ekkert um hvað næstu mánuðir bera í skauti sér er ferkar erfitt, verð ég að vinna út ágúst, september eða október eða jafnvel í nóvember eða er ég kannski að fara í ættleiðingarorlof í september eða kannski fyrr en á næsta ári. Nú getur maður allavega giskað þó ekki sé meir.
Hvað okkur hjónin varðar þá er ég ekki alveg viss um hvar við stöndum þessa daganna, við hefðu fræðilega séð getað átt von á upplýsingum í þessum mánuði. Eða eins og ég hef stundum sagt að í mínum alviltustu draumum hefðum við getað fengið upplýsingar í lok júní ef SARS hefði ekki komið til. Hópurinn minn sem er númer 4 hefði getað lent með hóp 3 sem sendu umsóknir út í sept. og þau hefðu jafnvel átt að fá upplýsingar í þessum mánuði (fyrir SARS) og þar sem það eru frekar fáar umsóknir frá Íslandi í hverjum hóp þá hefði getað verið að CCAA hefði tekið 2 mánuði í einu. En þetta er bara kenning sem gaman er að leika sér með. Líklegra hefði verið að við hefðum fengið upplýsingar í Júlí lok (fyrir SARS) en nú veit maður ekki hversu mikil SARS hefur haft áhrif hjá CCAA með að senda út upplýsingar. Næstu vikur verða því virklega spennandi, ég mun því fylgjast vel með einni YAHOO grúppu sem ég er í þar sem fólk alstaðar úr heiminum (mest frá USA) eru samankomnir og ræða ættleiðingarmál. Þar tilkynna líka flestir þegar þeir fá upplýsingar um börn þannig að maður getur sér hvaða mánuðir eru að fá upplýsingará hverjum tíma. Sem sagt spennandi vikur um hverju við megum eiga von á.
Annars erum við hjónin komin í sumarfrí, og það er nú bara afskaplega ljúft. Við erum þessar óskipulegu týpur, erum ekkert búin að fastnegla neitt niður með hvert við ætlum og hvað við gerum. Eina sem er ákveðið er að við förum í smá ferðalaga með tjald og þá er bara að sjá hvaða landshluti býður besta veðrið og mestu sólina. (nema það rigni allstaðar) Við ætlum svo að mála barnaherbergið og koma því í eitthvað horf, ég er búin að henda og henda drasli sem ég hef safnað að mér í mörg ár. Efni og garnaafgöngum sem ég hef aldrei tímt að henda því ég hef alltaf ætlað að prjóna eða sauma eitthvað úr þessu. En hversu líklegt er að maður geri það þegar maður er ekki búin að því eftir 15 ár frá því hluturinn var settur í geymslu. Nú er bara komin tími til að vera hreinskilin við sjálfan sig og viðurkenna að maður komi ekki til með að gera þetta og henda og henda. Enda þarf litla snúllan okkar að fá pláss fyrir allt sitt dót, ekk ótrúlegt að það komi til með að verða eitthvað af því hér á gólfunum næstu árin. Svo er bara að velja bleika litin á herbergið og sætan veggfóðursborða og gardínur og svoleiðis fínerý. Vð fórum nú að spá í að ef við fengjum nú strák, (allt getur gerst) þá væri hann hvort sem er svo lítil að hann mundi ekki fatta það að herbergið væri bleikt þanngað til við mundum mála það blátt fyrir hann. Verst með alla kjólanna og bleiku fötin sem ég búin að kaupa, hann væri kannski ekki til í að vera í þeim. Við munum þá bara geyma það handa systir hans, því auðvitað er stefnan tekin á Kína aftur eins fljót og við megum.
Jæja ætla að fara að hætta, er að fá stórfjölskylduna hans Friðjóns í mat í kvöld og þarf að fara að versla inn og taka aðeins til hér á bæ. Verður gaman að hitta þau öll.
Nú lofa ég bót og betrun í dagbókar skrifum, get allavega kallað á Friðjón til að komst inn. :-)