Vá, ég hætti að vinna í dag kl. rúmlega 5, sem er í sjálfu sér ekki merkilegt, nema fyrir það að það hefur ekki gerst að ég held síðan í byrjun janúar. Svo skrýtið sem það er þá finnst manni dagurinn bara allur vera eftir þegar maður hættir svona snemma og mér finnst alveg ómögulegt að fara heim, varð að finn mér eitthvað annað að gera, snýkja kaffi hjá Siggu systir, það er ekki svo oft sem maður getur það.
Það er oft verið með einhverjar hrak spár við mig um að mér eigi eftir að leiðast svo þegar ég verð orðin heimavinnandi húsmóðir, verði farin að vinna fyrir allar aldir, haldist ekki í fæðingarorlofi í 6 mánuði. Það er auðséð að þetta fólk þekkir mig ekki alveg rétt, því ég mann varla eftir þeim tíma að mér hafi leiðst svo teljandi sé. Og hef nú búið í sveit í nokkur ár og verið virðuleg bóndakona langt inn í landi og ekki komist spönn frá rassi vegna snjóa svo vikum skiptir. Farið í búðir nokkrum sinnum á ári, því líkur dýraðar dagar það voru, vera bara heim og dunda við sitt, fara út á gönguskíði og sinna skeppnum. Ótrúlegt en satt það var bara virklega notalegt. Ég er farið að hlakka svo til að geta verið heima með snúllunni minn og tekið lífinu með ró, þurfa ekki alltaf að vera á fullu alla daga, í stessi við að klára hitt og þetta verkefni. Því stæsta verkefnið og mest spennandi, er framundan hjá mér, sem er til langts tíma, en það er að ala barnið mitt upp.
Eitt af því sem þarf að gera til að mega ættleiða er að skuldbinda sig til að fara á námskeið hjá ÍÆ, um barnauppeldi, við hjónin fórum á eitt þannig um helgina og erum því orðin sérfræðingar í barnauppeldi. Höfum reyndar verið það í fjölda mörg ár eftir því sem Friðjón segir, enda auðvelt að vera sá sem veit alltaf hvernig á taka á öllum málum sem koma upp á í uppeldinu þegar maður þarf ekki að beita þessum ráðum sjálfur. Þannig að endilega njótið þess að spyrja okkur á meðan við erum ennþá sérfræðingar, því eftir að við verðum foreldrar þá minnkar trúlega sérfærði þekking okkar mikið. Við verðum þá bara þessir týpiskir foreldrar sem vitum ekkert í okkar haus um hvernig á að bregðast við hinum ýmsu uppá tækjum í barninu.
Jæja farin í háttinn.
Gilla