laugardagur, nóvember 09, 2002

Bara að eins að láta heyra í mér þar sem það eru alltaf einhverjir sem nenna ennþá að kíkja hér inn þrátt fyrir að ég hafi ekki gert neitt nýtt á síðuna. Eftir próflestur tek ég mig til aftur og fer að gera meira hér inni.
Ég var að skrá mig í ameríska Yahoo groupu fyrir stutt þar sem saman er komið fólk sem sendi umsóknir sínar út í október eins og við hjónin gerðum. Þar fékk ég smá kjaftasögu um hvernig málin standa í Kína þ.e. hjá CCAA ættleiðingarstofnuninni. Margar konurnar þarna höfðu það eftir sínum ættleiðingarfélögum að CCAA væri að fjölga fólki hjá sér í vinnu og væru að gera allt til að stytta tíman sem fer í afgreiðslu á umsóknum. Einnig var settur kvóti á löndin fyrir nokkrum árum og er það víst að skila sér núna þannig að allt ætti að fara að taka styttri tíma. En sagan segir að það geti verið að afgreiðslan taki ekki nema um 8 mánuði í stað 12-13 mánuði. Maður fer náttúrlega allur á loft við svona fréttir og vonar að þetta sé allt satt, en jafnframt þorir maður ekki að trúa að þetta sé satt. Þannig að í dag vonar maður að maður verði á leið til Kína jafnvel í júní-júlí en undirbýr sig undir að það verði trúlega ekki fyrr en í nóv-des á næsta ári.
En hver vill ekki trúa því sem gott er og ég hef ákveðið að leyfa mér að vona að þetta sé bara allt satt og þetta sé raunhæfur möguleiki. Þá get ég líka haft góða afsökun til að fara að kaupa barnaföt eftir áramót, verst að ég veit ekki hvað ég að kaupa stór föt. Því það er ómögulegt að segja hvað maður fær barnið gamalt eða frá um 6 -18 mán. En nú bíða námsbækur mín og því best að hætta.

Endilega skrifið í gestabókin ef þið eigið leið hér um.
Kv
Gilla