Þrír dagar í ferðina miklu. Nú erum við komin í pakkstuð, byrjuð að tína niður í töskur það sem á að fara þanngað og morgun dagurinn verður aðal pakk dagurinn. Svo er að þrífa íbúðina þannig að maður komi heim í hreina og fína íbúð þegar heim er komið. Verður trúlega nóg að gera þegar heim er komið annað en að þrífa og taka til. Bílstóll handa snúllunni komin í aftursætið á bílnum þannig að allt er að verað klárt fyrir hana hér heim þegar við snúum aftur.
Mér hefur eins og auðskilið er mikið hugsað til þessarar litlu stelpu sem við hjónin bíðum hér heima svo spennt eftir að fá að sjá og halda á, fá að hafa hana hjá okkur um ókomna framtíð og ala upp og elska. En svo hugsar maður um lífið út frá hennar sjónarhorni. Á einhverju heimili í borg sem heitir Nanfeng er hún núna þessa stundina trúlega sofandi ennþá en styttist óðum í að hún vakni. En þessi litla stelpa veit ekkert um hvað bíður hennar eftir rúma viku, hún gerir sér enga grein að tilvera hennar á eftir að umturnast eftir 9 daga. Það á alltaf í lífi hennar í raun eftir að breytast, nýtt umhverfi, nýir umönnunaraðilar,nýtt rúm, ný föt, ný tegund af þurrmjólk og í raun allt nýtt. Svona breyting fyrir okkur fullorðna fólkið er oft erfið þegar við skiptum um umhverfi skyndilega og við verðum ekki alveg eins örugg með okkur. Hvernig skildi þá svona litlu barni líða sem skilur ekkert hvað er að gerast og getur engu ráðið sjálft um framvindu mála. Það er víst eitt af verkefnum sem bíður okkar hjóna fyrstu daga og vikur og reyndar mánuði og ár að gera okkar til að þessi litla stelpa nái að takast sem best að komast yfir þetta sjokk sem þessar breytingar verða henni og að hún finni það öryggi sem okkur er öllum svo lífsnauðsynlegt að finna í tilveru okkar. Því þó okkur hjónum finnist þetta allt svo frábært og yndislegt að fá að verða foreldrar þessarar litlu fallegu stelpu, þá er ekkert víst að hún verði eins ánægð með okkur fyrstu daganna á meðan hún er að kynnast okkur og sættast við þetta nýja líf.