föstudagur, október 24, 2003

Þrír dagar í ferðina miklu. Nú erum við komin í pakkstuð, byrjuð að tína niður í töskur það sem á að fara þanngað og morgun dagurinn verður aðal pakk dagurinn. Svo er að þrífa íbúðina þannig að maður komi heim í hreina og fína íbúð þegar heim er komið. Verður trúlega nóg að gera þegar heim er komið annað en að þrífa og taka til. Bílstóll handa snúllunni komin í aftursætið á bílnum þannig að allt er að verað klárt fyrir hana hér heim þegar við snúum aftur.

Mér hefur eins og auðskilið er mikið hugsað til þessarar litlu stelpu sem við hjónin bíðum hér heima svo spennt eftir að fá að sjá og halda á, fá að hafa hana hjá okkur um ókomna framtíð og ala upp og elska. En svo hugsar maður um lífið út frá hennar sjónarhorni. Á einhverju heimili í borg sem heitir Nanfeng er hún núna þessa stundina trúlega sofandi ennþá en styttist óðum í að hún vakni. En þessi litla stelpa veit ekkert um hvað bíður hennar eftir rúma viku, hún gerir sér enga grein að tilvera hennar á eftir að umturnast eftir 9 daga. Það á alltaf í lífi hennar í raun eftir að breytast, nýtt umhverfi, nýir umönnunaraðilar,nýtt rúm, ný föt, ný tegund af þurrmjólk og í raun allt nýtt. Svona breyting fyrir okkur fullorðna fólkið er oft erfið þegar við skiptum um umhverfi skyndilega og við verðum ekki alveg eins örugg með okkur. Hvernig skildi þá svona litlu barni líða sem skilur ekkert hvað er að gerast og getur engu ráðið sjálft um framvindu mála. Það er víst eitt af verkefnum sem bíður okkar hjóna fyrstu daga og vikur og reyndar mánuði og ár að gera okkar til að þessi litla stelpa nái að takast sem best að komast yfir þetta sjokk sem þessar breytingar verða henni og að hún finni það öryggi sem okkur er öllum svo lífsnauðsynlegt að finna í tilveru okkar. Því þó okkur hjónum finnist þetta allt svo frábært og yndislegt að fá að verða foreldrar þessarar litlu fallegu stelpu, þá er ekkert víst að hún verði eins ánægð með okkur fyrstu daganna á meðan hún er að kynnast okkur og sættast við þetta nýja líf.





fimmtudagur, október 23, 2003

Þá er það ljóst að við förum út á eins árs afmælisdegi hennar Ellýar Rúnar þann 27. okt. Við ákváðum að taka enga sénsa með að að treysta á að það verði samið fyrir þriðjudaginn. Til þess er spenna alltof mikil að það sé hægt að bæta þannig stressi ofan á. Við förum til Köben á mánudag og tölum dönsku í einn dag og gistum þar. Fljúgum svo eins og til stóð til Kína á þriðjudagskvöldið. Eins gott að það detti ekki einhverjum fleirum að fara í verkfall eða gera einhverjar glóríur á meðan ferð okkar stendur. Nú þarf bara að fara að klára það sem klára þarf fyrir ferðina miklu. Þetta er alveg rosalegur léttir, það verður ekki annað sagt. Við ætlum að reyna að vera smá skipulögð næstu daga og vera búin að gera mest á laugardaginn þannig að við getum bara tekið því rólega á sunnudag. Eins gott að ég hætti þá að hanga hér og komi mér í að gera eitthvað að viti. Læt heyra í mér fljótlega aftur.


Eitt svona að lokum, takk fyrir allar góðu kveðjurnar frá ykkur sem hafið skrifað í gestabókina, þykir vænt um að sjá kveðjurnar ykkar. Endilega skrifið sem oftast :-)

miðvikudagur, október 22, 2003

Loksins þegar við héldum að allt væri komið á beinu brautina á leiðinni út koma fréttir af því að búið sé að boða verkfall hjá flugvirkjum á aðfaranótt þriðjudags. En það er dagurinn sem við eigum að fljúga út til Kaupmannahöfn. Það er óhætt að segja að þetta hafi ekki verið gleðifréttir hjá okkur hjónum og reyndar fleiri hjónum sem eru á leið út með okkur. Þar sem ekki náðist samkomulag með flugvirkjum og við semjendum þeirra í dag höfum við ákveðið að fljúga út á mánudag í staðinn. Við viljum ekki taka neinna áhættu í þessum málum og ekkert má koma í veg fyrir að við komumst út í tæka tíð til að fljúg út til Kína. Ef með þarf förum við út á sunnudag, allt gert til að komast út. Þetta skýrist allt á morgun eftir að við tölum við ferðaskrifstofuna og fáum að vita hvort það er laust á mánudaginn í flug eða ekki.

Annars er spennan farinn að aukast virklega þessa daganna, nú á bara eftir að pakka og þrífa húsið og þá er hægt að leggja í hann. Ég held að Friðjón sé búinn að ganga frá tölvumálum þannig að við getum sent línu hér inn og sent inn myndir af og til af ferðinni okkar. Þið ættuð því að geta fylgst með ferðinni okkar á meðan hún stendur yfir ef þetta virkar allt þarna út í Kína.

sunnudagur, október 19, 2003

Úff, ekki hægt að segja að ég hafi verið duglega að skrifa hér inn síðust vikur. Við hjónin erum núna komkn i sumarfrí, skildum smá eftir í sumar til að tekið því rólega og dundað aðeins heima við áður en farið er í ferðina miklu. Síðust dagar hafa farið í að draga aðföng í hús, ýmislegt sem þarf að kaupa áður en barn kemur á heimilið. Svo þarf að kaupa ýmislegt til að hafa með út, bæði fyrir okkur og snúlluna okkar. Svo er búið að þvo og strauja öll barnafötin sem búið er að kaupa, taka til í fataskápum og skúffum til að lítil prinsessa fái pláss yfir sín föt. Það er semsagt búið að vera alveg nóg að gera, en líka búið að slaka aðeins á, fara í fótsnyrtingu og í klippingu og svona smá sjæn fyrir ferðina, svo maður líti nú að eins betur út.

Ég var reyndar búin að búast við að tíminn fram að ferð yrði rosalega lengi að líða og við hjónin erum eiginlega alveg hissa hversu fljótt hann hefur liðið. Erum meira segja farin að hafa áhyggjur af því að hann líði allt of hratt. Þannig að það er eins gott að fara að draga fram ferðatöskur og pakka niður um miðja næstu viku. Stefnan er að taka sem minnst með okkur út þannig að við getum verslað sem mest úti. Það þarf að vera pláss fyrir silkið og postulínið, listaverkin og allt það sem keypt verður úti til að Ellý litla eigi eitthvað frá sínu heimalandi þegar hún eldist og minnjagripi fyrir okkur öll úr þessari ferð sem ferður trúlega einhver sú eftirminnilegasta í lífi okkar.

Við erum farin að telja niður daganna (reyndar búin að gera það síðan í janúar í fyrra) þanngað til við förum og núna 10 dagar þanngað til og eftir 9 mínútur verða það bara 9 dagar. Stundum finnst mér ég vera full rólega yfir þessu öllu saman, eins og ég fái eitthvað ærðuleysi yfir mig til að komast í gegnum þessa daga, því þegar maður horfir á myndina af þessari litlu stelpu þá vill maður ekkert annað en komast il hennar sem allra allra fyrst. Við reyndum fengum þær fréttir í gær að við fáum hana í fangið einum degi fyrr en við héldum, þannig að þann 2. nóv. verður okkar dagur. Þann dag komum við til með að sjá dóttur okkar í fyrsta sinn með eigin augum og halda á henni í fanginu.

Ég skal reyna að vera duglega að skrifa næstu daga, en lofa engu. Maður er í öðrum heimi þessa daganna, ekki alveg vel tengdur.