miðvikudagur, júlí 19, 2006

Biðin er ekki á enda....

...í ágúst að öllum líkindum. Samkvæmt nýjustu fréttum á internetinu þá fáum við trúlega ekki upplýsingar um barnið okkar fyrr en trúlega í september. Ég held að mér sé óhætt að segja að ágúst sé varla inn í myndinni lengur. September er líka fínn mánuður, þá aukast líka líkur á að systir mín komist með okkur út þannig að það hentar okkur vel, þrátt fyrir að biðin lengist um einn mánuð. Mér finnst þetta einhvern vegin vera svo langt fram í framtíðina en ekki geta verið að fara gerast núna fljótlega, maður er einhvern vegin orðin svo vanur að setja þetta alltaf lengra og lengra fram í tíman og þetta hefur alltaf verið að fjarlægjast mann frekar en nálgast, þannig að þetta verður einhvern vegin svo óraunverulegt að maður trúi því varla að þetta geti verði að gerast næstu vikur.

Stóra systir vaknaði eins og áður sagði mjög snemma í morgun og í svefnrofanum heyrði ég að hún sagði svo sætt: "ég er að vonandi komi litla systir mín fljótt til mín" Stundum verð ég hrædd um að hún fari að hætta að trúa því að af þessu verði einhvern tíman, því við erum alltaf að segja henni að hún þurfi að bíða lengur og lengur. Hún tektur því samt með sínu jafnaðargeði en saknar litlu systur sinnar voða mikið stundum segir hún og talar mikið um hana suma daga.
Þegar við vorum að fara hingað út til Danmerkur þá misskildu hún eitthvað smá þetta ferðalag held ég og hélt að hún væri að fara til Kina í framhaldi að því. Jú það er búið að segja henni að fyrst förum við með litlu flugvélinni til Danmörk og svo í stóru vélina til Kína. Æ, hún er svo mikið krútt þegar hún er að ræða þessi mál og ég er nokkuð viss um að hún á eftir að vera frábær stóra systir.

Þegar við komum út var ég ákveðin í að vera duglega að kaupa smá af barnafötum á næsta barn, svona aðeins til að kaupa smá nýtt handa því. Eigum jú fullt af fötum, en vill líka eiga nýtt. Þegar ég hef svo farið í barnabúið hér úti hef ég bara ekki getað keypt neitt í þessum litlu stærðum. Því þegar ég ætla að fara velja eitthver stelpuföt, þá fæ ég það alltaf á tilfinninguna að þetta gæti jú alveg eins orðið strákur og tilhvers þá að vera kaupa fullt af barnafötum á stelpur. Finnst þetta voða spúkí, og þarf trúlega bara að kaupa sitt lítið af hvoru til að vera viss, get þá gefið litum frænda mínum stráka fötin ef þetta verður svo stelpa eins og líkurnar eru 97% á að verði.

Hafi maður heitt...

Hafi maður heitt vill maður kalt,
hafi maður kalt vill maður heitt,
hafi maður allt, þá vill maður bara alls ekki neitt.

Það er erfitt að gera manni til hæfis, maður er búin að grenja yfir kulda og leiðinda veðri heima á skerinu og svo þegar maður kemur hér í hitan þá er maður að kafna úr hita. Segi ekki að ég hafi grenjað vegna hitanst í gær og í dag, en mikið hefði samt verið gott að fá smá golu að heiman. Svona rétt til að kæla sig aðeins niður, enda sýndi hitin víst um 30 ° á mælir hér í dag.

Erum búin að gera hitt og þetta, fara til Þýskalands á næturgistingar, í Legoland, á ströndina, til Árhúsar og fl. Dagurinn í dag var svo leti dagur, ef hægt er segja svo, vekjaraklukkan þessi lífræna sá samt um að vekja okkur svona full snemma eða fyrir kl. 5 í morgun. Tilkynnti að úti væri tungl og komin dagur. Sá það út um þakgluggan hér og vildi á fætur. Ég skreið því niður með henni niður til að horfa á sjónvarpið fyrir kl. 6 þegar út séð var að hún væri að fara sofa aftur, ekki hægt að snúsa hana með nokkru móti. Dormaði yfir barnaefni með henni en vaknaði svo heldur betur upp kl. 7 við mikil læti á glugganum. Voru þá ekki mætir iðnaðarmenn að skafa glugga til að undirbúa þá undir málingu, þar sem ég lá þarna eins og klessa á bol einum fata í sofanum, voða þægilegt. Á glugganum hömuðst svo tveir menn í um 2 tíma, svei mér þá ef þetta voru ekki íslenski iðnaðarmenn. Hafi bara ekki orku í að standa upp og spjalla við þá, setti bara kodda yfir fætur mér til að reyna hilja nekt mína :-)

Í dag var svo bara dormað í hitanum, lítið gert af viti eins og á að vera í fríi. Kíktum til Rúnars bróðis og rændum öðrum syni hans eins og nokkrum sinnum áður. Hér er svo um lítið annað að ræða en að sitja heima flest kvöld þar sem lítil stelpa sefur og ekkert hægt að fara út, bara þægilegt, skrifa bloggfærslur, spila og lesa þess á milli.

Við erum búin að lengja dvöl okkar hér í Danaveldi, ætluðum upphaflega heim á föstudag en lengdum fram á miðvikudag í næstu viku, eigum við viku eftir hér. Ótrúlegt en satt, þá spáði sama dag rigningu á föstudag og laugardag hér en sól og góðu heima :-( en hvað það er gott fyrir gróðurinn hér að fá rigningu og íslendinga heima að fá sólina.
Það verður því rétt tími til að endurpakka þegar við komum heim til að fara vestur í Grundarfjörð á Góða stundu þar. Svo er bara um vikufrí eftir eða svo og þá hefst vinnan aftur.