föstudagur, júlí 14, 2006

Fann sumarið loksins

Þar kom að því að ég fann sumarið mitt aftur, en ekki heima á skerinu, ónei, hvar annarstaðar en í Danmörku, steikjandi sól og hiti. Yndislegt að hafa það gott og gera sem minnst í það minnsta í dag, smá göngutúrar og svo tekur trúrista lífið við. Fara á hina og þessa staði og svo erum við að spá í að skreppa eina nótt til Þýskalands og gista þar.

Frábært líf.

þriðjudagur, júlí 11, 2006

Á leið úr landi í góða veðrið í Danmerku

Jæja, þá erum við næstum búin að pakka öllu sem á að fara með okkur í sumarfríið til Danmerkur. Hef trúlega aldrei pakkað svona lítið og létt, er fræg fyrir að pakka allri búslóðinni liggur við með í ferðir. Þetta er góð æfing fyrir hina miklu ferð til Kína sem í dag virðist heldur betur geta verið að styttast í. Samkvæmt síðustu sögusögnum á veraldavefnum góða þá getur alveg eins farið svo að bjartsýninsspá mín rætist og við séum að fara fá upplýsingar í ágúst. Þegar ég hugsa til þess að þetta geti verið að fara skella á þá fæ ég svona smá stressfiðring, þetta er búið að vera svo lengi að fara gerast í framtíðinni en ekki alveg svona nálægt núinu að maður er ekki alveg að fatta þetta. Ég sem ætlaði að gera þetta og hitt og þetta líka áður en ég færi út. Já, óhætt að segja að tímin líður hratt og langt á undan manni stundum. Það er af sem áður var þegar maður beið eftir henni Ellý þá fannst manni stundum dagarnir ekki líða hvað þá heldur vikur og mánuðir, núna flýgur timin flesta daga. Það er svo mikil tilhlökkun hér á bæ að fá þessar langþráðar upplýsingar um nýjasta fjölskyldumeðlim. Ellý segir stundum: "Núna erum við þrjú og þegar litla systir kemur þá verðum við fjögur" já það virðist syttast í það, það er allavega ljóst að við verðum fjögur fjörug hér á jólunum, gaman, gaman. Hún segist líka stundum sakna litlu systir sinnar SVOOOOO mikið að henni verður illt í hjartanu sínu, hún er svo tilfinningarík þessi snúlla okkar. Hún hitti litla frænku sína í dag sem er innan við einsárs og hvað hún var dolfallinn af henni, stóð hjá henni og horfði og klappaði á hendur og strauk fætur og dáðist af henni. Ég sé hana alveg fyrir mér þegar hún fær að sjá litlu systir sína í fyrsta sinn og fyrstu daganna með henni. Svona á milli þess sem afbrýðissemin ríkur upp og hún fattar að þá er komin hörku samkeppni um foreldranna.

Jæja, best að klára að pakka síðustu leppunum og loka töskum, sólin bíður okkar og hitin í Danmörku, spáin hljóðar upp á sól og yfir 25 stiga hita, ekki amalegt það, svona ef tekið er mið að hitastigi og sólarmagni hér á landi. Yndislegt hreint út sagt.

Passið ykkur á sólinn hér á meðan ef þið sjáið hana :-)