miðvikudagur, desember 04, 2002

Jæja góður gestir, það vantar ekki að þið eruð búin að vera duglega að kíkja hér inn meðan ég hef sjálf ekki látið sjá mig hér í meira en 2 vikur. Er sem sagt loks búin að endurheimta líf mitt aftur, prófin í löggildingunni búin og ég get farið að gera eitthvað annað en að lesa daginn inn og út. Búin að vera ansi strembið tímabil síðustu mánuðir og ég alveg úrvinda. Sit hér alveg búin, syfjuð og þreytt en er eins og litlu börnin vill ekki fara að sofa núna loksins þegar ég má vaka og gera eitthvað skemmtilegt. Nú ætlar maður að gera svo margt að það verður trúlega ekkert úr verki næstu dag. Búin að sannka að mér efni í jólaföndrið til að gera, er komin með jóladisk á fóninn og hlakka til að eiga ánægjulega aðventu með skemmtilegu fólki. Við hjónin erum komin tvo mánuði á leið á "meðgöngunni" höfum bara sloppið nokkuð vel við þessi líkamlegu einkenni, en fengið kannski meiri af þeim andlegu. Hugurinn hefur nú ekki farið langt frá draumaprinnessuni minni, þrátt fyrir góðar tilraunir mínar að sökkva mér í lestur, hún hefur fylgt mér í gegnum þetta og hjálpað mér að halda sönsum í þessa tvo mánuði sem hausinn hefur verið fastur ofan í möppum og bókum. Með vitneskjuna um að hún komi til mín innan nokkurra mánuða veit ég að hamingju mínu í lífinu á ég eftir að finna með henni og manni mínum og vonandi annari lítilli prinsessu frá Kína en ekki í vinnunni eða öðru kapphlaupi um frama og peninga. Sá lifir sem lærir segir einhverstaðar og það er víst að ég hef lært á bókina síðustu mánuði (en kannski farið minna fyrir lífinu ) en þó hef ég lært ennþá meira á sjálfan mig síðustu mánuði og hvers ég óska af lífinu
.
Nú þarf ég að fara að pressa á minn mann um að fá forrit til að fara að vinna aðeins meir í síðunni minni, vonum að það gerist eitthvað næstu vikur í þeim málum.

Minni ykkur enn og aftur á að skrifa í gestabókin, alltaf gaman að heyra í ykkur.
Aðventu kveðjur