Veðrið, þetta sígilda
Ég er orðin leið á að skoða veðurspár, sé stundum spá sól og sælu en finnst þessi sól og sæla kemur aldrei, aftur á móti virðist þessi rigning alltaf koma þegar henni er spáð.
Þegar ég gekk heim í vikunni frá því að fara með dóttir mína í leikskólan datt sú hugsun í huga minn að nú væri bara sumarið búið og eins gott að fara undirbúa sig undir vetur og kulda. Þá mundi ég allt í einu eftir að það var bara byrjun ágúst og það gæti alveg komið gott veður í mánuðinum og hugsaði með bros á vör til ágúst fyrir tveimur árum. Þá var sól og blíða og gott veður, þetta mann ég svo vel því þá var ég venja dóttir mína á leikskólan og við fórum flesta daga gangandi og ég þurfti að bera á hana sólarkrem flesta daga og þau léku sér úti allan daginn út og inn. Nú bíð ég spennt eftir þriðjudeginum í næstu viku því þá á að vera heiðskýrt og sólin ætti að geta notið sín og við hennar. Sjáum hvað setur.