Hæ, hó,
Það verður nú ekki sagt um mig að ég hafi verið dugleg að skrifa í dagbókina mína síðustu vikur. En loksins er ég sest niður til þess að skrifa nokkur orð. Það er búið að vera brjálað gera í vinnunni hjá mér þannig að ég hef ekki haft mikin tíma til að gera neitt í síðunni minni. Hef aðalega verið að leika mér með útlitsbreytingar síðustu vikur. Ætla að reyna að gera hana svona meira Kína-lega, tengja hana við landið sem við eigum eftir að vera svo þakklát fyrir að gefa okkur barnið okkar, vonandi tvö börn ef allt gengur vel. Tíminn flýgur áfram, janúar að verða búinn og því einum mánuði minni að bíða eftir ferðinni miklu. Það er þó ekki hægt að segja annað en að biðin er farin að taka aðeins í hjá manni, suma daga er ekki til snifsi að þolinmæði. Svo eru aðrir dagar betri og þá notar maður þá daga til að safna saman allri þolinmæði sem maður finnur hjá sér og setja hana í sarpinn fyrir næsta kast, ekki að þau séu mörg en þau koma af og til.
Við höfum nokkrar konur sem erum að ættleiða og nokkrar sem hafa ættleitt stofnað með okkur saumaklúbb, ekki svona hefbundin kjaftaklúbb heldur alvöru klúbb sem á að gera handavinnu í, ekki það að við komum ekki til með að tala neitt því það verður örugglega mikið talað um allt sem tengist ættleiðingum.b Við ætlum sumar að byrja á því að sauma bútasaumsteppi handa börnunum okkar en aðrar ætla að gera aðra handavinnu. Þetta verður alveg örugglega meiri háttar gaman, styttir biðina hjá okkur sem bíðum og svo fáum við stuðning frá hvorri annarri, fyrir nú utan það að þetta eru allt frábærlega skemmtilegar konur.
CCAA er búin að afgreiða allar umsóknir skilst mér, sem voru senda inn í nóv. 2001, sem voru víst rosalega margar, þannig að nú ætti vonandi að fara að koma skriður á málin í Kína í afgreiðslu umsókna. Reyndar er að koma áramót hjá þeim þann 1. feb og þá fara þeir í tveggja vikna frí. Svo ætti allt að fara í gang hjá þeim aftur og í mars fer maður að sjá hvort það séu líkur á því að ferlið gangi hraðar fyrir sig. Vonum bara það besta og ennþá leyfi ég mér að vera bjartsýn og ætla því að vona að við förum út til Kína í sept. á þessu ári. Svo mikið er víst að ekki fer maður í gegnum þetta ferli á svartsýni, þá væri maður heldur betur farin yfir um.
Hefi ekki meira að skrifa í dag.