Sumarið komið
Það kom að mér söknuður í dag þegar ég horfið á Ellý leika sér úti í garðinum svo sæla og ánægða. Það er út séð að það verða ekki fleiri börn af þessu heimili að leika sér í garðunum þetta sumarið eins og ég hafði vonast eftir. Ég sé alveg fyrir mér tvær litlar skottur í garðinum að leika sér, stóra systur að leiðbeina litlu systir og passa hana. Það er líka nokkuð ljóst að það verða trúlega 3 ár á milli þeirra en ekki 2 eins og ég var að vona að yrðu, til að þær yrðu nær í aldri og þroska. Þær eiga samt eftir að verða góðar vinkonur það veit ég. Já, maður getur lítið annað en vonað hitt og þetta en því miður verða vonir manns stundum ekki að veruleika eins og maður vildi, en þær rætast samt oftast, bara ekki alveg eins og upphaflegu vonirnar voru.
Mig er farið að hlakka mikið til sumarsins þar sem ég verð komin í nýju vinnuna þar sem ég ætti að vera nokkuð frjáls við og geta unnið meira þegar rignir og minna þegar sólin skýn. Það verður gaman að geta átt gott og langt sumar með skottunni sinni, síðasta sumarið okkar þrjú saman og í haust vonandi, tekur við nýr kafli í sögu okkar með einum nýjum aðalleikara. Það verður spennandi og gaman að sjá hann og fá að kynnast honum þegar hann bætist í hóp okkar hinna þriggja aðalleikara í þessu ævintýra leikriti okkar. Þetta leikrit er jú spuni frá upphafi til enda og engin veit hvernig næsti kafi hefst eða endar. Spennandi ekki satt?
Jæja, fimm vikur eftir í vinnuni sem ég hef dvalið í hátt í 7 ár, það er gott að breyta til á minnst sjö ára fresti, eða það vona ég. Það á án efa eftir að fylgja því viss söknuður að hverfa frá Dílótý eins og litla stjarnan mín kallar vinnustaðinn minn. Það er auðvitað fólkið sem maður saknar, enda búin að vinna með því í hátt í 7 ár mörgu hverju. Það verður gott að vera laus úr því að vera alltaf með mörg mismunandi verkefni í biðröðum á eftir sér, og tala nú ekki um þessa blessuðu tímaskráningu þar sem hver mínúta þarf að vera skráð á viðskiptavin og maður finnst maður vera svíkjast undan ef maður sest niður í kaffi í nokkrar mínútur of lengi. Ég held að mér eigi eftir að líða vel á nýjum vinnustað þar sem atgangurinn er ekki eins mikill og stressið trúlega þó nokkuð minna. Til þess er jú leikurinn líka gerður