Lífi mínu í pappakassa...
... er brátt lokið í bili eða í tæpar 2 vikur. Mikið rosalega hlakkar mig til að komast í frí frá fríinu mínu hér heima. Er búin að vera í tvær vikur í sumarfrí en hef ekki átt einn dag frí. Erum núna að leggja loka hönd á að koma öllu í kassa sem á að fara þanngað eða troða því hér og þar í herbergin sem mega og verða bráðum troðfull af húsgögnum og öðru dóti. Þetta virðist samt vera gjörsamlega endalaust, er ákveðin í því að ég flyt ekki næstu árin út úr þessu húsnæði. Ætla að reyna að gleyma því á meðan ég er úti hvernig verður að koma heim, það er seinni tíma vandalmál. en það á eftir að taka smá tíma að finna heimilið okkar aftur. Þetta er samt alveg fyrirhafnarinar virði þegar fer að líða á veturinn og allt verður svo fínt hér. Held meira segja að heimilið eigi eftir að vera alltaf svo fínt hér eftir, það bara getur ekki verið að það verði drasl og ruslist út í svona flottu húsnæði, eða hvað??? Það er aldrei þannig í innlit & útlit og í Hús og híbýli.
Treysti svo bróðir mínum til að gera þetta allt vel og vandlega og vera búin með sem mest þegar heim er komið, hann hlýtur að líkjast systir sinni eitthvað og vera duglegur ;-)
Fórum í piknink ferð í útileguna sem við ætluðum í gær og það var meiri háttar gaman, sjá allt fólkið og tala nú ekki um öll litlu sætu börnin sem þarna voru. Fullt af prinsum og prinsessum út um allt og allir svo kátir og glaðir. Veðrið var bara alveg ágæt, reyndar smá kalt en ekkert til að kvarta yfir þar sem við höfðum heilt samkomuhús fyrir okkur til að vera i og borða og hlýja okkur milli útiveru.
Danmörk bíður okkar með sól og sælu og frábærum vinum í frábæru sumarfrí. Þetta á eftir að vera frábært sumarfrí og bæta okkur alveg upp pappakassafríið hér heima.