Æ, ég er orðin hundleið á þessu SARS, fer þessu ekki að linna þarna í Kína. Það virðist vera sem tilfellum sé að fækka en ekki nógu hratt til að CCAA byrji að senda út upplýsingar til fólks og ferðaleyfi. Það verður nú að segjast eins og er að það er nú ekki til að gera mann bjartsýnan að vita ekki neitt hver framvindan verður í þessum málum. Ef SARS hefði ekki komið upp þá sætum við hjón og værum að vonast til að fá upplýsingar um barnið okkar í júní lok ef við værum bjartsýn og fara út í ágúst eða september. Núna er ég ekki farin að sjá að við förum út fyrr en í sept. - okt., þegar ég er hvað svartsýnust þessa daganna kalla ég það gott ef við förum út í nóvember. Ekki það að svartsýnin geri manni nokkuð gott, hún bara flækist fyrir manni af og til og það getur tekið smá tíma að ýta henni til hliðar aftur til að hleypa bjartsýninn að aftur. Við ætlum hvað sem öllu líður að fara í sumarfrí í júní og vera heima í rólegheitum og safna smá orku fyrir síðasta sprettin í biðinni löngu. Meðgangan er oðin það löng hjá okkur að okkur veitir ekki af að fá smá hvíld. Svo er spurning hvernær meðgangan hófst, var það í janúar árið 2002 sem gerir að við erum komin 16 mánuði á leið, eða var það þegar við byrjuðum að vinna í umsókninni sem gerir 14 mánaða meðgöngu eða þegar við fengum forsamþykkið eða þegar við létum umsóknina okkar inn til ÍÆ eða, eða, eða.... Það er virðist ekki vera neitt upphaf af þessu og ekki sést ennþá fyrir endan á þessari upphafslausri meðgöngu okkar. En eitt ætla ég að vona að hún hafi enda og það góðan.
Jæja þýðir ekkert að vera með þetta neikvæðni raus, hefst ekkert með því, nú er bara að láta tíman líða og partur af því er að fara í smá barnabúðar ráp með netvinkonu minni sem er líka að ættleiða. Við ætlum aðeins að ráfa um og skoða eitt og annað svona til að leyfa okkur að finna að við erum "ófrískar" þó kúluna vantar framan á okkur (reyndar ekki mig ummm). Kannski við skellum bara púða inn á okkur þannig að við lítum út fyrir að vera ófrískar. Hvernig kúla ætli sé á konum þegar þær eru komnar 16 mánuði á leið???