Gott veður, vont veður
Það er ekki að spyrja að því að veðurspár breytast svo hratt að maður veit aldrei hvort það er vont veður eða gott veður. Ég hef alltaf haft það þannig að taka frekar mark á veðurspám þegar þær eru góðar en sagt að það geti nú svo margt breyst ef þær eru slæmar, eða henta mér ekki :-) Fram á miðvikudag hentaði veðurspáin mér engan vegin, rigning alla helgina var ekki það sem ég var að biðja um. Á miðvikudaginn var ég alveg viss um að veðurspáin væri rétt enda spáð sól og blíðu um allt vesturlandið, svona eiga menn að spá. Í gær, fimmtudag, var allt í einu komin aftur leiðinda spá sem engan vegin var mark á takandi, allt stefndi í að ég yrði að kaupa mér pollapuxur til að geta farið í útileguna.
Sem betur fer tók verðurspámenn MBL aftur gleði sína og spáðu léttskýuðu með sól á köflum um allt vestanvert landið. Ég vissi það að það er ekkert að marka þessa rigninga smá, svona var þetta líka fyrir síðustu útilegu, bandvitlaus spá fram á síðustu stundu.
Vonandi fæ ég að sjá sólina í útilegunni, veit að hún verður skemmtileg, ekki annað hægt með svona skemmtilegu fólki sem þar ætlar að vera.
Góða helgi