föstudagur, júlí 07, 2006

Gott veður, vont veður

Það er ekki að spyrja að því að veðurspár breytast svo hratt að maður veit aldrei hvort það er vont veður eða gott veður. Ég hef alltaf haft það þannig að taka frekar mark á veðurspám þegar þær eru góðar en sagt að það geti nú svo margt breyst ef þær eru slæmar, eða henta mér ekki :-) Fram á miðvikudag hentaði veðurspáin mér engan vegin, rigning alla helgina var ekki það sem ég var að biðja um. Á miðvikudaginn var ég alveg viss um að veðurspáin væri rétt enda spáð sól og blíðu um allt vesturlandið, svona eiga menn að spá. Í gær, fimmtudag, var allt í einu komin aftur leiðinda spá sem engan vegin var mark á takandi, allt stefndi í að ég yrði að kaupa mér pollapuxur til að geta farið í útileguna.
Sem betur fer tók verðurspámenn MBL aftur gleði sína og spáðu léttskýuðu með sól á köflum um allt vestanvert landið. Ég vissi það að það er ekkert að marka þessa rigninga smá, svona var þetta líka fyrir síðustu útilegu, bandvitlaus spá fram á síðustu stundu.

Vonandi fæ ég að sjá sólina í útilegunni, veit að hún verður skemmtileg, ekki annað hægt með svona skemmtilegu fólki sem þar ætlar að vera.
Góða helgi

fimmtudagur, júlí 06, 2006

Sumarfrí

Jæja, þá erum við öll komin í sumarfrí. Enda komin tími á það, allir hætti að nenna vakna á morgnanna svona snemma í vinnu og leikskóla. En við þurfu nú reyndar að vakna snemma á morgun þrátt fyrir sumarfríið. Þá þarf að fara pakka fyrir útileguna í Reykhólum sem er ÍÆ heldur. Það verður nú án efa voða skemmtilegt, veðurspáin er reyndar ekki alveg að gera sig og trúlega þurfið að nota pollagallan smá, en hvað með það.

Bara svo frábært að vera komin í sumarfrí og geta slakað á og haft það gott. Bíðum alveg spennt eftir að komast til Danmerkur og vonumst eftir að eiga stefnumót við sólina þar og hlýjuna. Er búin að fá nóg af sólarleysi og kulda hér á landi. Hér á bæ hafa ekki einu sinni verið sett niður sumarblóm og arfin allur óreittur í garðinum. Hver nennir að fara út í garð á kvöldin í kulda að reita arfa, ekki ég.

Jæja best að týna til á sig spjarirnar í tösku.

miðvikudagur, júlí 05, 2006

Ótrúlegt en satt

Loksins, loksins, finnst mér eins og við fjölskyldan séum kannski farin að sjá fyrir endan á þessari bið okkar eftir nýjum fjölskyldumeðlimi. Við höldum ennþá í vonina um að það sé smá möguleiki á að við fáum upplýsingarnar um barnið okkar í ágúst lok. Hvort svo verður kemur betur í ljós seinnipartinn í júlí. Þetta er alltaf búið að vera einhvern vegin í svo mikilli fjarlægð, ekkert að gerast og maður bara bíður, en núna erum við allt í einu farin að tala um að þetta geti verið að bresta á. Vá, getur það virklega verið, einhvern ekki alveg að trúa því. Þegar maður er búin að vera vona að það sé að koma að þessu í marga mánuði (sem er svo ekkert svo margir þegar maður fer að telja) þá finnst manni að það geti bara ekki verði að þetta sé að bresta á. Sjáum hvað setur.

Það verður því spennandi að fyljgast með netinu og þeim upplýsingum sem þar er að finna um getgátur fólks hvað verða vill í ættleiðingarmálum frá Kína.

Það verður svo sem ekki hætta á að okkur eigi eftir að leiðast fram í ágúst og tímin verði lengi að líða, nóg að gera þar til. Útilega um næstu helgi, svo skella sér ídanaveldið og heimsækja bróðir minn sem flúði land með sína fjölskyldu. Þegar heim er komið eru nokkrir dagar í afslöppun heima, kannski mála húsið ef rigningin leyfir okkur og síðan Góð stund í Grundarfirði. Fjör og aftur fjör framundan

Sumarið týndist, fundarlaunum heitið

Var að lesa síðasta bloggið mitt og sá að þá var sumarið komið. Nokkuð út séð að það hefur týnst aftur. Hef reyndar grun um að það sé að finnast núna næstu daga, sé að veðurspáin á MBL er aðeins að breytast í meiri sól og sumar. Þetta er líka orðið alveg nóg af rigningu og kulda, kannski er sólin að koma hér á landi svo hún geti ullað á eftir mér þegar ég fer með minni familí til Danmerkur í næstu viku. Þó þar sé hitabylgja núna er ekki alveg eins víst að svo verði þegar við mætum á svæðið :-( En það er þó gott ef ég get kallað sólina yfir íslendinga og minnkað hitan hjá dönum.

Ég er að reyna setja mér smá heit og reyna að skrifa hér oftar, vonandi næ ég að standa við það, skrifa oftar og lítið (eins og ég kunni að skrifa lítið, er best í ritgerðum, léleg í smágreinum)

Þar til næst sumarkveðjur með von um að sólin sé að koma til að vera