miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Það er meira hvað getur verið gaman af blessuðum börnunum, þá er ég ekki bara að tala um barnið mitt heldur börnum almennt. Hef oft ekkert skilið í mér að fara ekki að vinna með börnum, finnst svo gaman að vera með þeim og eiga samskipti við þau.

Í morgun þegar við mæðgur mættum í leikskólan tók á móti okkur lítil dama sem beið spennt eftir Ellý Rún og þurfti mikið að skoða dótið sem hún var með sér. En þessa daganna förum við mæðgur labbandi með dúkkurkerru með Heiðdísi barnabarni mínu í. Þetta er mikið sport og mikið gaman. Nema þegar við erum komin inn þá eru allir krakkarinir að skoða köngluló sem búið var að gera heimili fyrir í glerkassa og gefa henni ýmislegt góðgæti að borða. Já gæludýr dagisns í dag eru köngulær sem ætla mann lifandi stundum að éta þegar maður kemur út, þar sem allt er fullt af vefum og hlussum sem sveiflast til og frá þegar maður rífur í sundum þessi meistarasmíði þeirra.

Nema hvað ég er að lyfta Ellý til að hún sjái og litla stelpa sér heldur ekkert, þannig að ég tek hana á hinn handleggin svo hún sjái líka. Aðeins síðar erum við mæðgur svo að kveðjast og knúsa hvora aðra bless og Ellý þurfti að fá svona auka knús. Kemur þá þessi litla stelpa til mín og tilkynnir mér að hún hafi bara alveg gleymt að knúsa pabba sinn í morgun, (úff það má ekki) . Hún horfir svona biðjandi augum að mér og ég spyr hvort hún vilji þá fá eitt knús frá mér í staðin. Ó já það vildi hún sko og þarna kraup ég með tvær litlar dömur sem vöfðu sér um hálsin á mér og brostu út af eyrum. Við vorum samamála um að það væri nú alveg nauðsynlegt að fá knús til að geta liði vel yfir daginn. Hún kunni svo alveg að þakka fyrir sig með augnaráði sínu, því hún ljómaði alveg í fram eins og ég hefi gefið henni stóra gjöf og hún væri svo ánægð með hana. Æ. þetta var svo sætt. Þessi litla dama er reyndar voða góð vinkona mín og þarf oftast að spjalla mikið við mig þegar ég kem með eða að ná í Ellý Rún. Ég á svo einn alveg einstakan vin í leikskólanum sem trúlega rétt orðin 3 ára, hann er algjört sjarmatröll og í hvert skipti sem ég kem, heilsar hann mér og spjallar og sjarmar mig alveg upp úr skónum. Æ, það er svo gaman af þeim, það vantar sko ekki.

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Fíllinn og við...

...eigum það sameiginlegt að ganga lengi með börnin okkar. Í dag 17. ágúst er komið ár síðan CCAA, ættleiðingarsamtökin í Kína skráðu umsókn okkar inn í kerfið hjá sér. Ekki datt mér í hug þá að ég ætti eftir að þurfa bíða svona lengi þann daginn. Ó, nei þá bjóst ég við að vera komin út í maí í allra síðasta lagi.

Þessi bið hefur oft verið kölluð rússíbanaferð í tilfinningalífi okkar sem ættleiðum, þar sem við bíðum spennt eftir næstu kröppu beyju og hæð, hvað gerist þegar þær eru að baki. Í dag var okkur þeytt upp á eina af stærstu brekkunum sem er með hvað kröppustu beygjunni.

Á netinu ganga þær kjaftasögur að við gætum fengið upplýsingar í þessum mánuði, já í ágúst og það á þessu ári. Okkur finnst það reyndar alveg ótrúlegt miðað við ganga mála síðustu vikur og mánuði, en þegar svona heyrist getur maður ekki annað en setið sem fastast í rússíbananum og beðið eftir að rúlla niður brekkuna eða stoppa þar í gleði með upplýsingar í hendinni. Ég er frekar á því að okkur verði þeytt niður brekkuna og í beygjuna á fullum krafti, þegar vonir okkar eru komnar svo hátt næstu daga um að kannski, gæti þetta mögulega, kannski, gerst. Það versta við þetta allt er að maður rembist eins og rjúpa við staur að trúa ekki svona orðrómum, þannig að maður verði ekki fyrr vonbrigðum einu sinni enn, en þegar upplýsingar mánaðarins koma þá hafi vonir manns samt náð að hreiðra um sig í huga manns, náð að skjóta niður vonarsprotum, sem síðan eru rifnir harkalega upp með rótum.

Voða hljómar þetta eitthvað mæðulega hjá mér, eins og ég sé alveg að verða búin að fá nóg af þessari bið, sem er reyndar alveg satt. En í þessum tveimur löngu meðgöngum mínum hefur mér samt lærst að anda djúft áður en ég fer alla leið upp í efstu brekkurnar og áður en rússíbaninn fer á fullaferð niður aftur. Ég held mig við þá trúa mína að það sé möguleiki á upplýsignum í september en október sé líklegri til frétta. Svo er bara að bíða áfram, það er nú einu sinni eitt af því sem maður er virklega góður í.

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

12 mánaða meðganga...

... eða rúmlega það. Fer eftir því hvenær maður byrjar að telja. Ef við miðjum við þá frægu dagsetningu 17. ágúst sem er dagurinn sem Kinverjar meðtóku umsókn okkar um barn til ættleiðingar inn hjá sér þá vantar aðeins réttan sólarhring upp á að við séum gengin með í 12 mánuði. Spurning hvort það sé tilefni til að halda upp á eða vera dapur. Það er jú ekki allir sem fá að upplifa svo langa "meðgöngu" sem betur fer segi ég nú bara, því ég held að það sé óhætt að segja að það sé farið að taka smá í að ganga svona lengi með. Kannski ekki grindargliðun á ferð, mætti kannski frekar tala um hjartagliðnun eða fyrirvara verki í sálinni. Stundum hefur þetta lítil áhrif á mann svo suma daga þá er maður alveg búin að fá nóg af þessari óvissu sem fylgir þessu. Maður er alltaf að setja vonir sínar við nýjan mánuð en hann kemur og fer án þess að nokkuð gerist. Fólk er alveg hætt að skilja hvað ég er alltaf að rugla með að ég sé á leið út og stundum hef ég það á tilfinninguni að fólk haldi að ég sé haldin einhverri þráhyggju um að þetta sé allt að fara gerast. Þegar ég svo hitti það næst eftir allt upp í 3-5 mán og það fer að spyrja hvort ég sé ekki búin að fara, þá fæ ég svona á tilfinninguna að ég sé ekki alveg með fulla fimm. Ég er hætt að reyna útskýra þetta fyrir fólki það skilur þetta hvort sem er ekki, því þetta er einhvern vegin svo allt annað tungumál en það er vant varðandi meðgöngur barna.

Hvað er fólk nær þó ég segi þeim að það hafi komið upp leiðinleg mál í Hunan sem tefji ferli, það kallar bara á meiri útskýringar.

Hvað er fólk nær ef ég segi þeim að ofan á allt sé CCAA að flytja, nú tekur það einhvern tíma, já hjá þeim tók það að virðist nokkra mánuði.

Hvað segir það fólki að það séu færri börn til ættleiðingar í Kína. Nú, má fólk þá eignast fleiri en eitt barn??

Til að skilja allt þetta sem á bakvið ættleiðingu er og hvað veldur seinkunn á þessu ferli, þarf langan tíma til að útskýra og það eru margir þættir sem taldir eru hafa áhrif á framvinduna.
Bara það að Ólumpíleikarnir séu haldnir í Kína næst mun að öllum líkinum hafa mikil áhrif á ættleiðingar þaðan árin í kringum leikanna. Kínverjar munu að reyna að draga úr ættleiðingum mánuðina á undan til að það verði ekki áberandi í fjölmiðlum og einnig að það verði ekki mikið um foreldra að ná í börnin sín á sama tíma og leikarnir eru. Ættleiðingar úr landi eru hverri þjóð erfið, þjóðum finnst erfitt að þurfa að viðurkenna það að þær geti ekki brauðfætt þegna sína og séð fyrir þeim. Það þarf sterka þjóð til að standa vel af ættleiðingum úr landi, Kínverjar eiga að mínu mati hrós skilið fyrir að viðurkenna vanda sinn og gera eitthvað í málunum og gera það vel, ættleiðingarferlið þar er talið með þeim bestu í heiminum. Það mætu fleiri þjóðir taka þær sér til fyrirmyndar í þessum málum.

Ættleiðingar frá öðrum löndum eru háð svo mörgum þáttum í heimalandinu að það er með ólíkindum hvað getur haft áhrif á framvindu mála.

En núna bíðum við bara eftir að heyra frá Kína um hvar litla barnið okkar er, hvað það heitir á Kínversku, hvað það er gamalt og er það stelpa eða strákur. Tala nú ekki um að fá myndir og geta farið að gefa því nafnið sem valið hefur verið á það. Við erum þegar farin að mynda tilfinningatengsl við það, því eins og hún Ellý segir svo fallega frá, þá geymum við það í hjarta okkar því við gátum ekki haft það í maganum okkar. Í hjarta okkar stækkar það og dafnar og það gerir ást okkar til þess líka, þrátt fyrir að vita ekkert annað en að það er fætt og liggur einhver staðar í hinu stóra Kína og sefur, eða leikur sér.

föstudagur, ágúst 11, 2006

Veðrið, þetta sígilda

Ég er orðin leið á að skoða veðurspár, sé stundum spá sól og sælu en finnst þessi sól og sæla kemur aldrei, aftur á móti virðist þessi rigning alltaf koma þegar henni er spáð.
Þegar ég gekk heim í vikunni frá því að fara með dóttir mína í leikskólan datt sú hugsun í huga minn að nú væri bara sumarið búið og eins gott að fara undirbúa sig undir vetur og kulda. Þá mundi ég allt í einu eftir að það var bara byrjun ágúst og það gæti alveg komið gott veður í mánuðinum og hugsaði með bros á vör til ágúst fyrir tveimur árum. Þá var sól og blíða og gott veður, þetta mann ég svo vel því þá var ég venja dóttir mína á leikskólan og við fórum flesta daga gangandi og ég þurfti að bera á hana sólarkrem flesta daga og þau léku sér úti allan daginn út og inn. Nú bíð ég spennt eftir þriðjudeginum í næstu viku því þá á að vera heiðskýrt og sólin ætti að geta notið sín og við hennar. Sjáum hvað setur.

laugardagur, ágúst 05, 2006

Hvað var það sem ég....

... borðaði eða gerði sem í Danmörku sem varð þess valdandi að ég fékk alla þessa orku sem er í mér þessa daganna. Síðustu daganna hef ég verið hálf ofvirk miðað við síðustu vikur hér fyrir sumarfrí. Ég held að ég hafi svei mér þá að ég hafi þurft að komast í frí og skipta um umhverfi aðeins. Er full af orku og get verið að allan daginn að, vonandi dugar hún eitthvað fram eftir mánuði, enda nóg að verkefnum framundan hér heim, nú er að hefjast tími hreiðurgerðar og allt þarf að vera orðið á sínum stað í þessu húsi í lok ágúst.

Við hjónin erum búin að bera á pallinn og slá garðinn, byrjuðum á arfanum en góða veðrið dugði ekki alveg nógu lengi fyrir allan arfan sem er í garðinum okkar, úppps.
Í dag réðist ég á háloftið sem er lengi búið að vera okkar alla versta martröð frá því bílskúrnum var skipt upp í vinnuherbergi handa mér og geymslurími. Þangað hefur mörgu verið hent upp í rykið og ógeðið sem myndaðist við að klæða bílskúrinn og stúka hann af og gera fínan. Ég fór því í fluggírin í dag og stóð þarna hokin í allan dag, hæðin þar er 165 þar sem hún er mest á einum litlum punkti og ég er trúlega 168 eða svo, mest lá ég þó á hnjánum og færði til dót og raðaði í hillur, þurrkaði ryk sem nóg var af og HENTI dót niður sem síðar rataði í Sorpu. Já, það var fullum bíl af drasli hent, bókum sem engin á eftir að lesa nokkurn tíman aftur, blómapottum, handavinnu frá 1980 og bara öllu sem hafi ekki verið tekið upp síðustu 5 árin. Það er nýja reglan hér á bæ, það sem ekki er notað í allavega 5 ár má fara á hauganna. Enda eru allar geymslur að verða tómar hjá okkur miðað við hvernig þær voru hér fyrir svona 3 árum síðan. Höfðum það meira segja að orði að við gætum farið að flytja og kaupa okkur nýtt hús þar sem það væri orðið svo lítið drasl að flytja á milli húsa. En það er svo gott að vera hér að við gerum það nú ekki alveg á næstunni, ekki fyrr en fer að þrengja meira að okkur.

Svo byrjaði ég á að taka til í skápum í svefnherberginu því nú þarf að gera pláss fyrir fatnað á væntanlega nýjan fjölskyldumeðlim. Allir þurfa eiga sínar skúffur og hillur í herberginu, það verður orðið vel nýtt allt pláss í þessu herbergi þegar við verðum orðin fjögur þarna inni. En mikið verður það nú gaman og notalegt að vera svona öll saman. Enda er þetta fjölskylduherbergið með meiru.

Nú fer líklega að styttast, í að við fáum litluna okkar (litlan) okkar heim, lengist reyndar um mánuð í það minnsta fyrst frá því sem við vorum að vona, en vonandi lengist það ekki meir. Við erum búin að gefa ágúst upp á bátinn og höldum okkur núna við að fá upplýsingar í lok september og komast út í byrjun nóvember. Þetta er allavega svona eins og við getum átt von á að þetta verði miðað við stöðuna í dag, en í raun vitum við ekki neitt fyrr en upplýsingarnar eru komnar til okkar. Þann 17. ágúst erum við búin að bíða í ár frá því kínverjar (CCAA) skráðu umsókn okkar inn en þær fóru reyndar á stað út í lok júlí og var móttekin hjá CCAA 2. ágúst. Biðin er því komin yfir árið en þá á eftir að bæta við um 6-7 mánuðum sem tók okkur að fá samþykki hér heima og klára að gera umsóknina. Það stefnir því allt í að ferlið eigi eftir að taka okkur uppundir 2 ár í þetta sinn, og við sem héldum í upphafi að það tæki ekki nema rétt um 1 ár eða svo. Svo mikið er víst í þessu ferli að engin veit hvernig það verður fyrr en heim er komið.

Farin að taka til aðeins fram að miðnæti, óþarfi að slá slöku við þar sem klukkan er ekki nema um 23:15. :-)

mánudagur, júlí 24, 2006

Dottinn í það og vel það

Nú er ég heldur betur dottin í það og vel það, þegar maður byrjar að kaupa barnaföt þá er ekki aftur snúið. Held svei mér þá að ég sé búin að kaupa eitt af hverri svort í H&M eða svona næstum því. Hafi reyndar smá hemil á mér. Vandamálið er reyndar alltaf það sama í hvaða stærð á maður að kaupa. Ég ákvað að að kaupa í 80 og 86 þá er ég nokkuð örugg um að það sé hægt að nota það einhvern tíman. Nema tilfinningin um strákin verði svo rétt. Jæja, það koma trúlega fullt af stelpum í kringum mig á næstunni og þær njóta þá bara góðs af. Voðalega er nú gaman að kaupa svona lítil barnaföt, þetta verður allt svo raunverulegt við þetta. Ellý keypti líka fyrsta leikfangið handa litlu systir sinni í dag og ætlar að taka það með til Kína handa henni. Í einni búið sá hún að afgreiðslu konan var að pakka inn gjöf fyrir einn viðskiptavin og var alveg ákveðin í því að hún ætlaði líka að láta pakka inn bók sem hún hafi valið sér og hún ætlaði að gefa litlu systir sinni hana líka. Konan pakkaði bókinni voða sætt inn með sætir slaufu og allt og gekk hún út með þetta líka bros á vör. Pakkan ætlaði hún að geyma og sofa með hjá rúminu sínu og hugsa um að litla systir komi nú heim sem fyrst. En þegar í bílinn var komið þá fannst henni alltof langt í þetta og vildi bara opna pakkan til að geta lesið bókina sína strax. Það er ekki ólíklegt að það verði nokkrir svona pakka búnir að verða áður en litla systir kemst loksins heim til okkar. En mikið vona ég að það fari nú eitthvað að gerast í þeim málum, þó ekki væri nema vegna stóru systur sem er farin að bíða með miklinn óþreyju suma daganna og er stundum ekki að skilja þetta, en finnst voða gott að mömmu og pabba hafi fundist líka svona erfitt að bíða eftir henni og hafi oft verið illt í hjartanu sínu á meðan þau biðu eins og hún segir að henni sé stundum. Það skýrist aðeins betur í þessari eða næstu viku hvort við getum átt von á að fá upplýsingar í ágúst eða september, en ágúst er jú alveg að bresta á þannig að þetta er allt að fara gerast á næstu mánuðum í það minnsta. Spurning um að fara taka upp úr kössum barnaföt og þvo til að sjá hvað vantar og vantar ekki. Þá er líka hægt að kaupa að smá meiri viti en nú er gert.

sunnudagur, júlí 23, 2006

Sumar og sæla, hiti og svæla,

Rúmir tveir dagar eftir í hitanum og góða veðrinu. Voða verður nú gott að koma heim í kuldan. Hitin hér er búin að vera í dag og í gær um 27 stig og samt hefur engin sól verið. Þetta er orðið alveg ágætt af hitanum, maður getur lítið hreyft sig án þess að svitan og maður er þvalur allan daginn, nema þegar maður situr í loftkældum bílnum og situr inn við á kvöldin með viftuna á fullu á sér. Varla sætt inn í íbúð þar sem viftan er á fullu allan tíman, á nóttunni líka, maður sefur í 4 vindstigum eða meir. Voða notalegt.
Þrátt fyrir þetta kvart og kvein er voða notalegt að vera hér, Ellý alveg elskar að vera hér, tala nú ekki um þegar hún er að leika við hann frænda sinn Eysteinn. Þau eru búin að vera saman stóran hluta dagsins í gær og í dag heima hjá honum að leika sér og það veit varla nokkur maður af þeim. Eru búin að eignast voða góða vini, danska krakka sem eru milli 10 - 12 ára gamlir. Eru að leika við þau meira og minna. Við fullorðna fólkið alveg hissa hvað þessir krakkar nenna að leika við þau, í boltaleikjum, bera þau á hestbaki og ég veit ekki hvað. Þau eru meira segja farin að koma og kalla á þau litlu og biðja þau um að koma að leika.
Dagurinn í dag endaði þó ekki vel hjá litlu prinsessunni minni, hún var í boltaleik og þau voru öll á fullu að hlaupa um og ærslast og þá allt í einu steig hún ofan á geitung sem stakk hana í ilina. Þarna sat hún með geitunginn fastan í sér og hann reyndi að losa sig en gekk ekki vel, þar til loksins hann braut broddin af og flaug í burtu og eftir sat lítil stelpa hágrátandi. Hún fann mikið til í fætinum og grét svo rosalega að mér stóð ekki á sama, hún er nú ekki vön að vera nein dramadrottning þannig að svona heiftaleg viðbrögð hræddu mig verulega. Bróðir minn náði broddinum út sem var nú eins gott. Ég sendi bróðir minn eftir nágrönnum sínum til að leita ráða, og það koma þarna nokkrir nágrannar og sturmuðu yfir henni. Kona ein kom síðan með lauk og sagði okkur að strjúka yfir með honum og svo klaka í þvottapoka. Ellý róaðist samt ekki fyrr en eftir rúman hálftíma og þá á leið heim í húsið okkar hér. Þegar heim var komið steinsofnaði hún, var alveg úrvinda litla skinnið mitt. Mikið tók nú á að horfa svona á hana, hún var svo hrædd að ég hef svei mér þá aldrei séð eins mikla angist úr augum neins áður.

Á morgun á svo að reyna að versla smá, enda margt ódýrari hér en heima, fötin eru samt ekki svo mikið ódýrari finnst mér, en það munar miklu á skóm þar munar allt uppundir helming á góðum skóm, eins og td. Ecco skónum. Það stendur til að skóa okkur upp af góðum skóm til að taka með okkur til Kína, því þar er nauðsynlegt að vera í góðum skóm í öllu röltinu sem þar verður farið í.