miðvikudagur, janúar 12, 2005

Gengið skipulega í verkin

Það er óhætt að við hjónin göngu ólíkt skipulegri til verka nú í söfnun gagna er í síðasta ferli. Samt vorum við fljót þá að okkur fannst og nokkuð skipulögð. Núna er hægt að prenta út flest öll eyðublöð á netinu og hægt að fylla þau út hér heima, safna gögnum sem þarf og fara síðan með allt til ÍÆ láta send inn til Dómsmálaráðneytið. Núna erum við komin með öll gögn í hendur og ekkert að vandbúnaði að skila þeim inn á morgun ef skrifstofan er opin. Læknirinn okkar var snöggur að fylla út læknisvottorðið okkar og sagðst ekki sjá neina alvarlega sjúkdóma né fötlun hjá okkur sem ættu að koma í veg fyrir að við fengum forsamþykkið. Skildi aldrei þessi læti í dómsmálaráðuneytinu síðast, eina ógnunin sem hann sá á þyngd okkar væri að við mundum setjast ofan á barnið og meiða það. En þessi hræðsla um að þeir í ráðuneytinu endurtaki leikin frá því síðast gerir óneitanlega vart við sig, en auðvitað þýðir ekkert að vera velta sér upp úr því.

Var að vinna út í Keflavík í dag og segi nú bara ekki mundi ég nenna og tíma að eyða klukkutíma á dag í að keyra á milli staða til að komast í og úr vinnu. Frítíminn minn er miklu dýrmætari en það að hægt sé að eyða honum í bíl á milli staða. Dóttir mín er betur komin með að eiga þennan tíma með mér og ég henni. Þurfti að vinna frameftir og mikið rosalega var ég farin að sakna hennar þegar klukkan var að verð 6. En ég verið víst að þola það í næstu tvær vikur að fá ekki að verja þeim tíma á dag sem ég mundi helst vilja. En vonandi verður það ekki nema þessar tvær vikur, ég vinn þá líka frekar á kvöldin þegar hún sefur heldur en að skera niður okkar samverutíma. Hann er mér og henni of dýrmætur til þess að missa af honum. Er svo innilega sammála, forseta, forsetaráðherra og biskupi vorum um að fjölskyldan er ekki í góðum málum. Vinnan er orðin að aðaláhugamáli stór hluta fólks í stað þess að vera eitthvað sem á að gera fólki kleift að vera meira saman, þá er ég að tala um fólk sem á skít nóg af peningum og hefur efnið á að vera meira með fjölskyldu sinni en ver honum frekar í vinnunni. Skömm af þessu.

2 Comments:

At 9:57 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Miðað við þessa umsögn hjá landlæknisembættinu býst ég við að Friðjón afskrifi það að sækja um örorkubætur.

Svo var það upphafsdagur á einhverju öðru í dag ef ég man rétt og vonandi verður þú komin úr þessari grámyglulegu Keflavík í tæka tíð.

Hafrún

 
At 10:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Gilla mín.
Ég fæ svo mikla gæsahúð við tilhugsunina að þið séuð komin af stað aftur. Það verður sko frábært að fylgjast með ykkur og öruggt að við verðum með ykkur í anda.
Heyrumst, Helga

 

Skrifa ummæli

<< Home