föstudagur, janúar 14, 2005

Spennan læðist

Gögnin fyrir umsókn um forsamþykkið eru komin til ÍÆ og nú bíðum við spennt eftir að fá bréf frá ráðuneytinu um að þeir séu búnir að senda inn beiðni til barnaverndarnefndar hér í bæ um að gera á okkur úttekt og meta okkur sem hæfa foreldra. Eins gott að þeim takist að sjá að við erum hæf, svona Ellýar vegna.

Það er ekki laust við að núna sé spennan farin að læðast að manni og maður svona að fatta að við erum komin á stað aftur í ættleiðingarferlið. Við vitum auðvitað ekkert hvernig það á eftir að ganga hjá okkur en vonandi gengur þetta hratt og vel fyrir sig og hver veit hvort við verðum orðin fjagra manna fjölskylda um næstu jól, alveg mögulegt ef það að fá forsamþykkið gengur hratt fyrir sig. Ef svo er þá liggur mjög líklega einhverstaðar lítil stelpa eða strákur í rúmi í Kína sem á eftir að verða okkar barn, því ef við fáum upplýsingar um barnið í lok þessa árs þá er mjög líklegt að það sé 1-3 mánaða núna. Ótrúlegt þegar maður fer að spá í þessa hluti frá þessum sjónarhorni og reyndar frekar sárt að hugsa um þetta líka því auðvitað vildi maður geta haft barnið hjá sér fyrsta ár þess, en því verður því miður ekki viðkomið. En það á eftir að vera í huga okkar allan biðtíman og ást okkar á því eftir að vaxa þar og dafna á meðan á biðinni stendur. Það er það sem gerðist hjá okkur með Ellý, þegar hún kom í fangið á okkur var það ekki ást við fyrstu sýn heldur ást sem hafi dafnað í brjósti okkar í marga mánuði. Hún var okkar og okkur alltaf ætluð, eða því trúum við. Hverju öðru er líka hægt að trúa þegar maður eignast svona yndislegt barn sem er eins og hugur manns og veldur því að maður vill bara vera með henni allan daginn, sinna henni, leika við og tala nú ekki um hlæja með því það gerum við svo mikið af. Mikið hlakkar mig líka til að geta farið að undirbúa Ellý undir að hún eigi eftir að eignast systkini, en það verður ekki gert fyrr en í fyrsta lagi þegar umsóknin er farin út til Kína. Það eru því skemmtilegar tímar framundan hér í Engjasmáranum, ekki hægt að segja annað.

1 Comments:

At 5:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Gilla.
Mikið væri nú gaman að fá smá fréttir um gang mála varðandi ættleiðinguna.
Kveðja,
Elín

 

Skrifa ummæli

<< Home