Óstaðfestarfréttir herma....
... að umsókn okkar hjóna hafi farið á stað til Kína og sé því trúlega lent þar. Þetta ætti allt að koma í ljós eftir helgi þegar skrifstofa ÍÆ opnar eftir stutt sumarfrí. Ef ættleiðingaryfirvöld í Kína halda áfram að vera eins dugleg að afgreiða umsóknir og þeir hafa verið síðustu mánuðina þá erum við að búast við upplýsingum eftir sex mánuði eða í febrúar 2006 og þá förum við út í mars eða apríl. Allt kemur þetta þó það gerist ekki á neinum svaka hraða. Merkilegt hvað við erum róleg yfir þessu öllu, vitum að það kemur að stóru stundinni áður en við vitum af, tímin á trúlega eftir að þjóta frá okkur eins og alltaf.
Við verðum trúlega að fara að huga að því að finna nafn á næsta fjölskyldumeðlim. Eitt nafn komið sem gæti gengið en þurfum að velta upp fleiri nöfnum til að taka ákvörðun. Ef þetta verður núna eins og með Ellý Rún þá verður þetta nafn trúlega ofan á þar sem við erum svona fólk sem finnur eitthvað sem okkur líst vel á erum þá ekki mikið að velta hlutunum fyrir okkur eftir það. En ef þetta verður nú strákur hvað þá?? þá þarf að finna nafn á hann. Spurning um að auglýsa eftir hugmyndum af bæði stráka og stelpu nöfnum???
2 Comments:
hæ hæ - ég er sko komin með nafnið - og það f. þónokkru ;)
þ.e.a.s ef þetta verður nú stelpa ;)
Minn maður fær að velja ef það myndi nú gerast að kæmi drengur - en mér finnst hitt nú líklegra.
Svo að það er bara eins gott að nafnið hæfi þeirri stuttu þegar þar að kemur :)
Hva! Þarf náttlega ekki að leita langt út fyrir saumaklúbbinn eftir nöfnum. Ég er með tvö handa þér og með smávægilegum breytingum er annað þeirra ágætis strákanafn....
:-p.
Skrifa ummæli
<< Home