fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Áhugamál

Ég var að lesa tímarit í sumarfríinu mínu og þar var tekið viðtal við nokkra einstaklinga og eins og oftast þá var fólkið spurt hvaða áhugamál það ætti sér. Það sem vakti furðu mína var að flestir þessi einstaklingar nefndu það að meðal áhugamála þeirra væri fjölskyldan. Ég hélt alltaf að áhugamál væri eitthvað sem maður gerði þegar maður ætti lausa stund frá vinnu og fjölskyldu, það er þegar búið er að koma börnum í rúmið eða þau að leika sér og maður ekki að sinna heimilsstörfum. Samveru stundir með fjölskyldunni væri eitthvað sem maður bara eru sjálfsagðar en ekki beint áhugahugamál. Kannski má segja að þetta sé áhugamál, maður hefur jú áhuga á að vera með fjölskyldunni. En ef maður langar bara ekkert til að vera með henni, getur maður þá bara sleppt því eins og maður gerir ef maður nennir nú ekki t.d. að föndra eða sinna áhugamálunum sínum í einhvern tíma???

Bara smá vangaveltur, þar sem ég held að ég hafi ekki séð það tekið fram að fjölskyldan væri áhugamál fyrr en núna síðustu árin, oftast hefur gólf, lestur, ferðalög, og eitthvað þannig verið áhugamál. Ég er reyndar svo gamaldags að ég mundi nefna handavinnu, vona að ég þurfi ekki að fara í viðtal og svara svona spurningu, væri trúlega ekki mjög "inn"

1 Comments:

At 11:23 f.h., Blogger Hafrún said...

Sko Gilla! Aldrei þessu vant er ég þér hjartanlega sammála og er bara að hugsa um að fara út í ritstuld og gera copy paste á þetta.

 

Skrifa ummæli

<< Home