fimmtudagur, júlí 07, 2005

Á mér hvíla álög

Það er engu líkari en að á mér hvíli álög, ef ég ætla í útilegu þá er spáð rigningu. Er því að spá í að hætta við að fara í útileguna sem fjölskyldan er búin að bíða eftir í eitt ár og vera heima. Bara svona til að hinir sem eru líka búnir að bíða og bíða, fái gott veður. Við höfum ekki tíma til að taka saman blautan vagn og þurrka hann, þar sem við förum út á aðfara nótt mánudags. Jæja, maður sér til hvað verður, kannski verður ekkert svo mikil rigning. Er hvort sem er nokkuð að marka þessa veðurspár yfir höfuð, var spáð heiðskýru hér í gær, en sólin sást lítið sem ekkert. Íslendingar geta líka búist við góðvirði næstu daga þar sem við erum á leið til Danaveldis en hætt er við að danir þurfi að fara í pollagallana sína næstu tvær vikur eða svo. Nei, annars ég held að dönsku veðurguðirnir séu ekki eins leiðinlegir og þeir íslensku og þeir hafi bara sól og sælu handa okkur. Pollagallin hennar Ellýjar verður samt tekin með til vonar og vara.

Mér finnst samt voða fúlt af veðurguðunum að leyfa okkur ekki að hafa þessa helgi rigningalausa til geta notað fjárfestinguna okkar, tjaldvagninnn. Það er augljóst að við verðum að fara í útilegu í ágúst til að nýta hann eitthvað í sumar.

Áfram heldur pökkunar sumarfríið, lítið gert annað en að pakka niður, nú er búið að pakka mestu af heimilinu niður í kassa svo nú tekur við að pakka okkur niður í töskur til að senda okkur á vit danskra ævintýra. Svo tekur við upptaka þegar heim er komið og málingar vinna, er ekki einhver sem vill taka að sér að mála fyrir okkur??

1 Comments:

At 4:54 e.h., Blogger Hafrún said...

Mikið er ég fegin að þið eruð að fara úr landi og ætlið ekki að tjalda í næstu viku. Þá væri nefnilega öruggt að ég fengi rigningu í sumarfríinu.
Svo drífa sig til Danmerkur með rigninguna með sér!
Ég skal athuga með málningardaga hjá þér þegar ég verð búin að flytja Kennaranemann!
Má ég velja litina?

 

Skrifa ummæli

<< Home