Dottinn í það og vel það
Nú er ég heldur betur dottin í það og vel það, þegar maður byrjar að kaupa barnaföt þá er ekki aftur snúið. Held svei mér þá að ég sé búin að kaupa eitt af hverri svort í H&M eða svona næstum því. Hafi reyndar smá hemil á mér. Vandamálið er reyndar alltaf það sama í hvaða stærð á maður að kaupa. Ég ákvað að að kaupa í 80 og 86 þá er ég nokkuð örugg um að það sé hægt að nota það einhvern tíman. Nema tilfinningin um strákin verði svo rétt. Jæja, það koma trúlega fullt af stelpum í kringum mig á næstunni og þær njóta þá bara góðs af. Voðalega er nú gaman að kaupa svona lítil barnaföt, þetta verður allt svo raunverulegt við þetta. Ellý keypti líka fyrsta leikfangið handa litlu systir sinni í dag og ætlar að taka það með til Kína handa henni. Í einni búið sá hún að afgreiðslu konan var að pakka inn gjöf fyrir einn viðskiptavin og var alveg ákveðin í því að hún ætlaði líka að láta pakka inn bók sem hún hafi valið sér og hún ætlaði að gefa litlu systir sinni hana líka. Konan pakkaði bókinni voða sætt inn með sætir slaufu og allt og gekk hún út með þetta líka bros á vör. Pakkan ætlaði hún að geyma og sofa með hjá rúminu sínu og hugsa um að litla systir komi nú heim sem fyrst. En þegar í bílinn var komið þá fannst henni alltof langt í þetta og vildi bara opna pakkan til að geta lesið bókina sína strax. Það er ekki ólíklegt að það verði nokkrir svona pakka búnir að verða áður en litla systir kemst loksins heim til okkar. En mikið vona ég að það fari nú eitthvað að gerast í þeim málum, þó ekki væri nema vegna stóru systur sem er farin að bíða með miklinn óþreyju suma daganna og er stundum ekki að skilja þetta, en finnst voða gott að mömmu og pabba hafi fundist líka svona erfitt að bíða eftir henni og hafi oft verið illt í hjartanu sínu á meðan þau biðu eins og hún segir að henni sé stundum. Það skýrist aðeins betur í þessari eða næstu viku hvort við getum átt von á að fá upplýsingar í ágúst eða september, en ágúst er jú alveg að bresta á þannig að þetta er allt að fara gerast á næstu mánuðum í það minnsta. Spurning um að fara taka upp úr kössum barnaföt og þvo til að sjá hvað vantar og vantar ekki. Þá er líka hægt að kaupa að smá meiri viti en nú er gert.
2 Comments:
Heyrðu gæskan. Um leið og þú ferð að tala um að koma heim fer að rigna. Þarftu ekki að vera í viku í viðbót?
:P
Er ekki næsta barnafataskoðun heima hjá þér - fyrst að þú ert búin að vera svona dugleg (ánægð með þig) - hlakka til að sjá góssið :)
Skrifa ummæli
<< Home