Ég á æðislegan ísskáp
Eða öllu heldur maðurinn minn á æðislegan ísskáp og ég fæ að deila honum með manninum mínum. Hann gefur mér ískalt vatn að drekka bara ef ég bið hann um það og klaka eða ísmulning ef ég bið hann um það líka. Reyndar gaf vaskurinn minn mér lika kalt vatn en það var sjaldan ískalt og ég þurfti að bíða lengi eftir að klakinn yrði tilbúin í frystinum. Núna á ég heldur engan vask í eldhúsinum, jú, á hann reyndar en hann er í kassa og verður þar trúlega næstu 3 vikur eða svo. Ég er svo ánægð að ég leyfði manninum mínum að fá ísskáp eins og hann vildi hafa hann og var ekki að skipta mér af því, alla vega ekki mikið.
Núna þarf ég ekki að kaupa lengur Kristal vatn til að hafa ísskápnum sýnist mér, þar sem þar standa núna 3 þannig óhreyfðar frá því við fluttum heim aftur. Meira segja Pespsi flaska stendur óhreyfð þar í marga daga.
Ísskápurinn er líka svo stór að hann virðist alltaf tómur, eða kannski er ég ekki búin að kaupa neitt inn í hann síðustu daga. Fyrir utan að öllum ónýtum og gömlu krukkunum og dósunum var hent út þegar við fórum út til Danmerkur og gamli ísskápurinn fékk nýja faðir, í nýju sveitarfélagi. Frystirinn er líka tómur, enda allt sem ætt var við flutting í annari kistu á öðru heimili. Kannski ég þurfi að ná í það, allavega humarinn og harðfiskinn svo þau borði hann ekki frá mér.
1 Comments:
Aha. Átt þú líka humar í frystinum. Hvers vegna ert þú aldrei að steikja humar þegar ég kem í heimsókn eins og sjúkraliðinn er alltaf að gera?
Skrifa ummæli
<< Home