Fer þessari viku ekki að ljúka??
Ég sem hélt að óförum mínum væri lokið, ó nei ekki alveg. Ég er komin með gubbupest, allt í einu varð mér svo kalt að peysa dugði ekki til að taka úr mér skjáltan, syfjan er gífurleg og svo bara á harðaspretti og úps.
Ég sem hélt að það gæti ekki komið fleira fyrir þessa vikuna, ekki ótrúlegt að ég verði heima við á morgun með öllum iðnaðarmönnunum mínum. Yndisleg tilhugsun það vera veik heima með fullt hús af iðnaðarmönnum í öllum hornum. Verð bara að láta mér batna í nótt.
En góður fréttirnar eru þær að ég gat eldað og skolað borðtusku í eldhúsvaskinum í dag. Það hefur ekki verið hægt síðan í byrjun júlí, eða í tvo og hálfan mánuð, eins gott að tímin líður fljótt segi ég nú bara. Ég get líka á morgun farið að þvo þvotta og þurrka í þvottahúsinu en ekki út í bílskúr. Með þvottavél með nýjum mótor sem ég splæsti í þvottavélina mína í morgun, því líkur öðlingur ég. Eins gott að hún þvo fyrir mig næstu árin og setji helst í sig sjálf og taki úr. Ok, kannski full mikil tilætlunarsemi af minni hálfu.
Jæja farin að faðma WC skálina mína, enda hún svo ný og fín.
Pesta kveðjur
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home