Gullfoss og Geysir
Það er óhætt að segja að hér hafi Gullfoss og Geysir staðið yfir í alla nótt og fram eftir degi. Nóttin fór í að búa til Geysi og morgunin í Gullfoss. Eftir það hefur bara verið dormað og sofið á meðan iðnaðarmaðurinn dundaði sér við að klára flísarnar í eldhúsinu. Verð að segja að það sé ekkert voða gaman að taka á móti fjórum iðnaðarmönnum í þessu ástandi og þurfa að skjótast mjög ört inn á bað í tíma og ótíma. Þakka reyndar fyrir að hafa tvö WC þennan daginn.
Núna ætla ég að reyna að harka að mér og fara í sturtu til að geta náð í snúlluna mína á leikskólan, en systir mín fór með hana í morgun þanngað. Litla snúllan vorkenndi mömmu sinni voðalega mikið þegar hún heyrði í henni á baðinu og þurfti mikið að knúsa hana og segja henni að þetta batnaði, alveg eins og mamman sagði við hana fyrr í vikunni.
Ég sem ætlaði að nota daginn eftir vinnu í dag til að þrífa og taka til eftir iðnaðarmenn, úff það verður ekki mikið um það, kraftarnir sem fyrir eru verða víst að fara í að sinna dóttirinni fram að háttartíma.
En á morgun kemur nýr dagur og þá verður mér án efa batnað.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home