fimmtudagur, júlí 06, 2006

Sumarfrí

Jæja, þá erum við öll komin í sumarfrí. Enda komin tími á það, allir hætti að nenna vakna á morgnanna svona snemma í vinnu og leikskóla. En við þurfu nú reyndar að vakna snemma á morgun þrátt fyrir sumarfríið. Þá þarf að fara pakka fyrir útileguna í Reykhólum sem er ÍÆ heldur. Það verður nú án efa voða skemmtilegt, veðurspáin er reyndar ekki alveg að gera sig og trúlega þurfið að nota pollagallan smá, en hvað með það.

Bara svo frábært að vera komin í sumarfrí og geta slakað á og haft það gott. Bíðum alveg spennt eftir að komast til Danmerkur og vonumst eftir að eiga stefnumót við sólina þar og hlýjuna. Er búin að fá nóg af sólarleysi og kulda hér á landi. Hér á bæ hafa ekki einu sinni verið sett niður sumarblóm og arfin allur óreittur í garðinum. Hver nennir að fara út í garð á kvöldin í kulda að reita arfa, ekki ég.

Jæja best að týna til á sig spjarirnar í tösku.

2 Comments:

At 10:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Góða ferð til Köben og vertu nú dugleg í búðunum - a.m.k. eitthvað hehe ;)

Það styttist í að biðin hjá okkur taki nú enda - baráttukveðjur - Kitta :)

 
At 10:47 e.h., Blogger Gíslína said...

Já, núna missi ég mig í búðunum, eða vonandi næ ég því, kaupi í það minnsta eitthvað smá. Ef ég næ að trúa því að þetta sé loksins að bresta á.
Gilla

 

Skrifa ummæli

<< Home