Þögnin langa
Það er kannski ekki af ástæðulausu að ég þegi hér inni. Bloggið á jú að vera um ættleiðingarferlið að mestu og svona er það búið að vera síðustu mánuðina, ÞÖGN. Og á trúlega eftir að vera næstu mánuðina líka. Við sem í upphafi ættleiðingarferilsins bjuggumst við að vera fara út í mars erum trúlega ekki á út leið fyrr en kannski í ágúst trúlega ekki fyrr en í september jafnvel október. Já þetta ferli er óútreiknanlegt, maður getur ekkert sagt til um hvenær kallið kemur, en þegar það kemur er það sko heldur betur velkomið. Verst er þetta samt upp á vinnu að gera því ég var búin að segja fyrst að ég mundi rétt vinna út febrúar svo breytti ég því í kannski út mars eða apríl. Síðsta breyting er út júní og tímatafla mín er með verkefni út júní, ætli ég þurfi ekki að breyta því eina ferðina ennþá. Ekki gengur að fara of snemma í barneignarfrí því þá fær maður víst ekkert fæðingarolof.
Eins og kannski flestir vita sem hér koma inn og lesa, þá er búið að vera í gangi mikil umfjöllun um styrki til ættleiðingar, ég get stolt sagt að ég sé ein af þeim sem hafa staðið í eldlínunni og hafið upp rausn um þetta mál. Þetta er búið að vera mér mikið hjartans mál lengi, ekki vegna peningaskorts hjá mér til að ættleiða heldur vegna þeirra fjölmargra sem eiga erfiðari með að láta þennan draum sinn rættast vegna þess kostnaðar sem þessu fylgir. Ég er búin að upplifa þá mestu hamingju sem nokkur manneskja getur upplifað að fá að eignast barnið mitt og ég mun gera allt til að stuðla að því að fleiri fá að öðlast sömu hamingju. Auk þess er hér um algjört réttindamál að ræða, því það að eignast barn er niðurgreitt að ríkinu því ættu þá ekki allir foreldrar að fá sömu aðstoð frá ríkinu við barneignir sínar.
Ég var spurð að því af blaðamanni núna nýlega hvort ég héldi að kjörforeldrar upplifðu það sterkar að eignast barn, en þeir sem eignuðust sín börn á hefðbundna háttinn. Ég er nokkuð viss um að svo sé, það að eignast barn er ekki sjálfsagðu hlutur í okkar augum og við kunnum held ég flest, ef ekki öll, svo virklega að meta það að eignast okkar gullmola, þeir eru orðnir það langþráðir og við búin að ganga í gegnum svo margt til að eignast þau, ég í það minnst gleymi því varla eina mínútu hversu lánssöm ég er að eiga barnið mitt.
Er á leið á fund félagsmálaráðherra á morgun um styrkjamálið okkar og vonandi fáðum við þær fréttir að málið sé komið í höfn og við getum farið að fagna endanlega. Þetta er svo lág upphæð ári að það er ekki hægt að láta þetta velkjast lengur, við erum að tala um í mesta lagi 20 milljónir á ári, trúlega eitthvað minna.
Jæja þar til síðar og ég man eftir þessari síðu og hef eitthvað að segja.
1 Comments:
Sæl Gilla
Vildi bara segja Takk!
Ég veit að þetta er mörgum mikill styrkur og sérstaklega með annað barn.
Hver veit nema við drífum í að sækja um annað barn fyrst við getum átt von á styrk ;o)
Ingibjörg J
Skrifa ummæli
<< Home