Tveir mánuðir frá því síðast
Ja hérna, rúmir tveir mánuðir síðan ég skrifaði síðast, ekki hægt að segja að ég sé bloggari með réttu. Það er nú ýmislegt búið að gerast hér á bæ síðan ég skrifaði síðast hér. Tvær yngismeyjar eru búnar búnar að halda upp á afmælin sín, ein upp á þriggja og hin upp á aðeins meira en þriggja, ekki mikið meira, en aðeins. Afmælisdagur unga mannsins okkar nálgast óðum, er eftir nokkra daga, þessir mánuðir eru miklir afmælismánuðir hjá báðum fjölskyldum. Mörg tilefni til að fá sér kaffi og kökur.
Af biðinni eftir að fjölskyldan stækki er lítið að frétta og þetta litla sem maður nær að hlera á netinu eru ekkert sérstaklegar góðar fréttir. Felstir þeir sem eitthvað hafa tjáð sig um biðtíman á erlendum spjallrásum bera þann orðróm að biðin sé að lengjast upp í 10 -12 mánuði, ekki beint skemmtilegar fréttir það. Við vorum nú að vona að komast út ekki seinna en í maí, en verðum að sjá til hvað verður. Núna bíður hópur hér á landi eftir upplýsingum sem geta farið að detta inn einhverja næstu daga. Ég ætla að leyfa mér að halda áfram að vera bjartsýn og vonast eftir upplýsingum í febrúar eða mars, þar til annað kemur í ljós. Maður er búin að miða mikið út frá þessum mánuðum þannig að það er smá sjokk að sjá að þetta ætli að fara að dragst um jafnvel heila 6 mánuði, ekki alveg tilbúin í að kyngja því svona öllu í einu. Var búin að sjá fyrir mér frábært sumar með tvær litlar skvísur að leika við í garðinum hér. En svona er þetta ættleiðingarferli, hrein og bein óvissuferð frá upphafi til enda, maður veit aldrei hvað morgundagurinn ber með sér í þessu ferli. Sem betur fer eigum við lítinn gullmola sem sér um að halda okkur uppteknum og gleyma tímanum eins og sést kannski á hversu oft ég skrifa hér þessa biðini miðað við þá síðustu. Ég finn mikið til með þeim sem eru barnlausir og eru að bíða, þetta er einhver erfiðasti tími lífsins að bíða í þessu ferli eftir að heyra eitthvað um að biðin sé að fara taka enda. Tala nú ekki um ef fólk þarf að bíða lengur en allt stefni í, í upphafi.
Þar sem ég er farin að skrifa má ég til með að tauta og tuða út af jólabrájálaðinu sem er í gangi í þessu landi. Manni stendur eigilega ekki á sama hversu snemma kaupamannsjólin byrja. Manni fannst að snemmta þegar það byrjaði í endaðan nóvember en núna mann ég ekki hvernær það var á síðustu eða þar síðustu öld? Núna er allt komið á fullt í október, hvað er í gangi. Jólin eru ein helgi þar sem maður á að hafa það gott og borða góðan mat, hitta ættingja og vini og liggja heima og lesa og púsla eða hvað annað sem skemmtilegt er. Jú, auðvitað að gefa ættingjum smá jólagjafir, þá meina ég bara smá ekki fyrir tugi þúsunda. Ég bara skil ekki hvers vegna landsmenn þurfa að eyða næstum tveimur mánuðum í að kaupa inn fyrir þessa helgi, við náum að kaupa inn fyrir venjulega helgi á einu föstudagssíðdegi? Hvað þurfum við svona mikið að versla fyrir þessa helgi sem réttir lætir þetta brjálæði sem er í gangi. Mér finnst í lagi að við miðum þá bara við aðventuna og byrjum þá, bara þá svona meira til að létta okkur lífið í versta skammdeginu, fara í bío og leikhús, hlusta á fallega tónleika sem ná manni niður á milli búðaferða og hitta vini og ættingja en ekki bara hlaupa á milli búða í heilan mánuð. Ég ætla að setja mér þá stefnu að láta ekki jólastressið ná tökum á mér núna ferkar en síðustu árin. Jólin eru einu sinni á ári og þau koma aftur og aftur, og þau snúast ekki um að geta keypt sem mest. Og hana nú, þá er ég búin að ausa því út og get haldið áfram að kaupa sem allra minnst fyrir þessi jól, ég sem á eftir að kaupa jólafötin á okkur öll og jóla skóna og jóla skrautið og jólagjafirnar allar og jóla matin og jóla þetta og jóla hitt, úff held að ég sé að fá stress kast.
Jæja ætla að fara leggjast upp í sofa og glápa á bíomynd, það gerist víst ekki svo oft hér á þessum bæ. Idolið búið og ég bara sátt við niðurstöðuna eða þannig, hef grun um að sú þriðja sem ekki komst inn komist inn í dómaravali, þannig að hún er nokkuð save held ég.
Ef ég verð eins dugleg að skrifa og upp á síðkastið þá segi ég bara gleðileg jól og líka trúlega bara gleðilegt ár :-)
1 Comments:
Jamm. og nú eru liðnir tæpir tveir mánuðir í viðbót.
Ekkert að gerast?
Skrifa ummæli
<< Home